Elís Jónsson skrifar:

Íbúasamráð

16.Október'17 | 06:59
IMG_1864

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS.

Hvort sem við ræðum um alþingismenn eða sveitarstjórnarmenn þá hafa þeir ekki lagt sig mikið fram við að leita eftir skoðun íbúa milli kosninga. Niðurstaða kosninga skal gilda, myndaður er meirihluti í þeim tilvikum þar sem þess er þörf og svo afgreidd ýmis umdeild mál.

Í sveitastjórnarkosningum í Vestmannaeyjum árið 2014 var sögulega léleg kosningaþátttaka. Á kjörskrá voru 3.171, samtals greidd atkvæði 2.369 eða 74,71% og samtals gild atkvæði 2.231. D-listi fékk rúm 73% eða 5 bæjarfulltrúa og E-listi fékk tæplega 27% eða 2 bæjarfulltrúa. Það þarf að leita aftur til ársins 1929 til að finna lélegri kosningarþátttöku en það ár var hún 71,19%.

Við höfum í fá skipti fengið að segja okkar skoðun eins og þegar Vestmanneyjabær leitaði til íbúa með hótel í Hásteinsgryfjunni. Það hefur líka oft verið þörf á að hafa samráð við íbúa um önnur mál….

Í ,,Samgöngukönnun fyrir Eyjar.net 2016‘‘ sem gerð var af MMR þann 19. febrúar til 2. mars 2016 fyrir ET miðla var úrtakið 874 íslendingar 18 ára og eldri með skráð lögheimili í Vestmannaeyjum og fjöldi svara 515. Úrtakið var tæplega 37% þeirra sem greiddu atkvæði 2014!

Ein spurning í könnuninni var:

Hversu sammála eða ósammála ertu því að gerðar verði umbætur á Landeyjahöfn til að auka notkunartíma hennar áður en ný Vestmannaeyjaferja verður smíðuð?

Koma svörin þér á óvart í dag, rúmu einu og hálfu ári síðar?

 

Staðreyndin er að í febrúar og mars 2016 voru það 438 einstaklingar (rúmlega 87%) af 515 einstaklingum sem svöruðu sem voru sammála því að það þyrfti að gera umbætur á höfninni áður en smíði hæfist.

Í nýjum sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 er sérstakur kafli, ,,kafli X. Samráð við íbúa‘‘ sem ekki var að finna í eldri lögum. Í kaflanum er enn fremur nýtt ákvæði í 108. gr. um rétt íbúa til að hafa frumkvæði að því að almennar atkvæðagreiðslur fari fram meðal íbúa um einstök málefni þess.

Í ofangreindu stangast skoðun íbúa við ákvörðun sem tekin var…

Nú verður ekki hjá því komist að virkja þennan rétt og kanna vilja íbúa, í síðustu viku skrifaði ég grein um: ,,Hver á að reka Herjólf?“. Hlutverk sveitarfélagsins er að gæta hagsmuna íbúa sem þar búa, ekki að taka að sér rekstur ferjusiglinga með tilheyrandi áhættu. Tryggja nægt fjármagn frá ríki og hafa leikreglur í lagi, sem svo einkafyrirtæki bjóða í. Sá sem er með hagstæðasta boðið sér um reksturinn og sveitarfélagið ásamt ríki passar að þjónusta sé skv. þessum leikreglum. Ef Eyjamenn telja sig geta boðið best þá gera þeir það eins og önnur einkafyrirtæki í opnu útboði. Tökum nokkur dæmi: Hér bauð t.d. Samskip betur en Herjólfur hf., 2012 hafði Eimskip lægsta tilboð þegar 5 tilboð bárust, 2016 voru 6 tilboð í nýbyggingu og rekstur (B-tilboð) en ákveðið var að taka (A-tilboði) þ.e. í nýbyggingu.  Það hlýtur að vera raunhæft að fleiri tilboð berist nú í rekstur ef um þennan umtalaða ,,gullmola‘‘ er að ræða?

Ég vil íbúasamráð! Hafi Vestmannaeyjabær ekki frumkvæði að atkvæðagreiðslu, vil ég á grundvelli 108. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 fá íbúakosningu:

Skráning er hafin hér.

 

Elís Jónsson

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...