Elís Jónsson skrifar:

Hver á að reka Herjólf?

12.Október'17 | 06:54
herj_stafkirkja_2017

Vestmannaeyjabær er þessa dagana í viðræðum við Vegagerðina um rekstur Herjólfs. Ljósmynd/TMS.

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja 26. september sl. var fyrsta mál á dagskrá ,,Yfirtaka á rekstri Herjólfs‘‘. Þrátt fyrir að eftirfarandi hafi verið bókað:

,,Bæjarráð fagnar þessu skrefi og ítrekar vilja sinn til að axla ábyrgð í samgöngum milli lands og Eyja.‘‘ er ég ekki sannfærður um þetta sé lausn á samgöngumálum sjóleiðina í Vestmannaeyjum. Í raun finnst mér þetta enn ein tilraun til að slá ryk í augu íbúa sem búa í Vestmannaeyjum og sýnir enn og aftur hvað kjörnir fulltrúar eru komnir langt af stefnu.

Flestir sem ég hef hitt og rætt við átta sig ekki á þessu útspili nema þá að kjörnir fulltrúar séu  að reyna redda sér í næstu bæjarstjórnarkosningum. Það er nefnilega þannig að alveg sama hvað gerist þá munu kjörnir fulltrúar nýta sér það, sjálfum sér til framdráttar. Ríkið verður gert að blóraböggli náist ekki samkomulag og ef allt gengur upp þá verður Vestmannaeyjabær ekki farinn að sjá um rekstur fyrr en eftir kosningar, hvernig er hægt að tapa á þessum málflutningi?

Ég get því miður með engu móti séð að Vestmannaeyjabær eigi að taka áhættu með þessum rekstri, og hver á þá að gæta hagsmuna Eyjamanna? Hvernig gætti Vestmannaeyjabær að hagsmunum barnafjölskyldna með óhóflegum gjaldskráhækkunum? Hver hefur áhuga á að fargjöld með Herjólfi verði hækkuð skv. vísitölu fjórum sinnum á ári líkt og gert er með leikskólagjöld í Vestmannaeyjum?

Það er lengi hægt að halda áfram… er Vestmannaeyjabær rétti rekstraraðilinn? Gekk kostnaðar- og tímaáætlun upp þegar útisvæði sundlaugarinnar var endurnýjað? eða við byggingu Eldheima? eða hreinsistöðvar úti á Eiði?

Koma bleiku miðarnir aftur? Hvern þarf að ræða við til að fá afnot af þessum fáu klefum?

Ef ég væri samgönguráðherra þá myndi taka þessari beiðni fagnandi og koma þessu öllu yfir á Vestmannaeyjabæ! Er ekki tilhneiging hjá ríkinu að minnka alltaf fjárframlög á þjónustu sem aðrir yfirtaka? Hvernig er staðan á málefnum sem hafa farið frá ríki til sveitarfélaga, sbr. flutning grunnskóla og málefni fatlaðra?

Sláum ekki ryk í augun á þeim sem treysta á samgöngur sjóleiðina í Vestmannaeyjum. Einbeitum okkur á að hafa leikreglur og rammann í lagi, látum einkaaðila taka ábyrgðina og bjóða hagstæðasta verðið. Við eigum fulltrúa í smíðanefnd, af hverju voru ekki settar 6 ferðir alla daga þegar boðið var út á síðasta ári ef allt er svona einfalt í dag sbr. kröfur bæjarráðs?

Hver sá ekki hvernig bæjarstjórinn á Höfn í Hornafirði var með sín mál á hreinu fyrir stuttu. Það vita sennilega ennþá fæstir hvað hann heitir, en þar voru verkin látin tala!

Ég gef lítið fyrir þær skýringar að við höfum ekki aðgang að borðinu. Af hverju er þá ekki stofnaður samráðshópur til að koma sjósamgöngum í ásættanlegt horf? Í honum gætu verið samgönguráðherra, bæjarstjóri Vestmannaeyja, vegamálastjóri, hafnarstjórinn í Landeyjum og fulltrúi rekstraraðila.

Ég er lítið fyrir klisjur og yfirborðskennt blaður og er verulega misboðið á hvaða leið við erum!

Leysum verkefnið og látum verkin tala án þess að sitja uppi með klúðrið…

 

Elís Jónsson.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).