Fréttatilkynning:
Selja brjóst til styrktar Krabbavörn í Eyjum
9.Október'17 | 12:50I tilefni af bleikum október fékk starfsfólkið hjá Heimaey- vinnu og hæfingarstöð þá frábæru hugmynd að búa til þæfð brjóst. Þau eru öll einstök og misstór - en eiga það öll sameiginlegt að vera til sölu. Allur ágóði sölunnar rennur beint til Krabbavarnar í Vestmannaeyjum.
Hvernig eignast ég brjóst?
Litlu brjóstin eru til sölu - fyrstur kemur fyrstur fær. Lágmarksverð 3000 kr en öllum er frjálst að borga meira en uppsett verð. Stóra brjóstið er eingöngu hægt að bjóða í - uppboð lýkur kl. 12 á föstudag.
Bendum á að stóra brjóstið getur veitt hlýju og bætt hljóðvist. Nú hvetjum við einstaklinga og fyrirtæki að hjálpa okkur að dreifa þessum pósti og vekja athygli á þessum frábæra málstað.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.