Vestmannaeyjabær:
Breyta fjárhagsáætlun til að flýta fyrir framkvæmdum
9.Október'17 | 07:49Breyting á eignfærðum framkvæmdum vegna verka sem ekki hafa komið til framkvæmda var til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarráðs.
Fyrir bæjarráði lá minnisblað þar sem lagðar eru til breytingar á eignfærðum framkvæmdum þar sem fyrir liggur að ýmis verk hafa ekki komið til framkvæmda vegna verkstöðu iðnaðarmanna og fyrirtækja.
Bæjarráð samþykkti að gera þær breytingar á fjárhagsáætlun sem lagðar eru til í minnisblaðinu enda flýtir það fyrir verklegum framkvæmdum sem þegar er hægt að ráðast í. Breytingin hefur ekki áhrif á fjárhagsáætlun til hækkunar heldur eingöngu tilflutningur milli bókhaldslykla í samræmi við væntanlega fjárfestingu, segir í bókun ráðsins.
Að sögn Stefáns Jónassonar, oddvita E-listans sem sæti á í bæjarráði vakti það athygli hans að inní þessu er fjárveiting uppá 9 milljónir í gólf- og gluggaframkvæmdir á þriðju hæð í Fiskiðjuhúsinu. Þessi fjárveiting er sú fyrsta sem oddviti minnihlutans samþykkir í framkvæmdir við Fiskiðjuna. Stefán segir aðspurður að ekki sé endanlega búið að ákveða í hvað skuli nýta þriðju hæð hússins.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...