Heilbrigðisstofnun Suðurlands:

Að óbreyttu þarf að grípa til sársaukafullra aðgerða á næsta ári

5.Október'17 | 18:38
HSU_Selfoss_Vestmannaeyjar_samsett.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi og í Eyjum. Mynd/HSU.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands getur ekki sinnt núverandi þjónustu miðað við framlög sem henni eru ætluð í fjárlagafrumvarpinu. Forstjóri stofnunarinnar segir að verkefnum hennar hafi fjölgað mjög hratt.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands varð til úr þremur stofnunum og segir Herdís Gunnarsdóttir forstjóri stofnunarinnar að ársreikningar hennar sýni að halli hafi verið á rekstrinum þar til á síðasta ári þegar veruleg framlög fengust í fjáraukalögum vegna fjölgunar verkefni. Því til viðbótar voru skuldir eldri stofnana afskrifaðar. Hún nefnir að 2/3 af nauðsynlegum tækjakaupum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands séu keypt fyrir gjafafé. Heildarframlag til HSU er að núvirði um 8% minna en það var fyrir hrun. Á sama tíma hefur verkefnum fjölgað verulega. Ruv.is greinir frá.

„Já, verkefni í grunnheilbrigðisþjónustu hjá okkur hafa vaxið mjög hratt.  Milli áranna 2015 og 2016 hefur komum á slysa- og bráðamóttöku á Selfossi fjölgað um 16% og sjúkraflutningar í umdæminu aukist um 11%.  Á sama tíma fjölgar líka samskiptum í heilsugæslu á Suðurlandi,“ segir Herdís Gunnarsdóttir.

Hún segir þetta ekki koma á óvart því milli áranna 2015 og 2016 hafi umferð um vegi í umdæminum aukist meira en annars staðar á landinu.  Hún segir að reglulega sé fundað með ráðherra og embætismönnum um stöðuna og málefnu HSU séu til skoðunar í ráðuneytinu. Að óbreyttu þurfi að grípa til sársaukafullra aðgerða á næsta ári.

„Það er í skoðun.  Við erum að vinna í endurskoðun á rekstarþáttum hjá okkur í samvinnu við Velferðarráðuneytið. Það er ljóst að ef fjárlög ársins 2018 verða óbreytt þá getum við ekki sinn núverandi þjónustu.  Það væri alltaf verri kostur og dýrari þegar upp er staðið.“

 

Ruv.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...