Landeyjahöfn:

2,4 millj­arða kostnaður frá 2011

5.Október'17 | 06:52
galilei_landey

Galilei sér um að dýpka í og við Landeyjahöfn.

„Þetta er ekki bara kostnaður vegna dýpk­un­ar þó að hann sé vissu­lega stærsti liður­inn, en inni í þess­um töl­um er einnig kostnaður vegna eft­ir­lits, mæl­inga, rann­sókna og annarra minni fram­kvæmda inn­an hafn­ar,“ seg­ir Sig­urður Áss Grét­ars­son, fram­kvæmda­stjóri sigl­inga­sviðs hjá Vega­gerðinni, við Morg­un­blaðið.

Vís­ar hann í máli sínu til þess að frá ár­inu 2011 hef­ur áður­nefnd­ur kostnaður í Land­eyja­höfn numið yfir 2,4 millj­örðum króna. Þannig var, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni, heild­ar­kostnaður árið 2011 yfir 315,5 millj­ón­ir króna, rúm­lega 311 millj­ón­ir árið 2013, um 250,3 millj­ón­ir ári síðar, um 625 millj­ón­ir 2015 og hátt í 466,3 millj­ón­ir króna í fyrra. Það sem af er þessu ári hef­ur kostnaður vegna Land­eyja­hafn­ar numið tæp­lega 240 millj­ón­um króna.

„Sum­ir hafa velt því upp af hverju við lát­um ekki dýpka meira en gert er. Við lét­um hins veg­ar gera það árið 2015 og 2016, en það skil­ar litlu og svar­ar í raun ekki kostnaði,“ seg­ir Sig­urður og bend­ir á að hann eigi von á því að ástandið batni til muna þegar ný Vest­manna­eyja­ferja kem­ur hingað til lands og þegar búið verður að koma fyr­ir dýpk­un­ar­búnaði í landi. „Þetta mun þá ef­laust ekki ganga án allra vand­ræða, en að dýpka fyr­ir Herjólf, sem rist­ir 1,5 metr­um dýpra en nýtt skip mun gera, er nær von­laust verk,“ seg­ir hann.

Vest­manna­eyja­bær vinn­ur nú að sam­komu­lagi við ráðuneyti sam­göngu­mála um yf­ir­töku Vest­manna­eyja­bæj­ar á rekstri Vest­manna­eyja­ferju. Hafa til þessa verið haldn­ir þrír und­ir­bún­ings­fund­ir og verður sá fjórði hald­inn í dag. Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Eyj­um, seg­ir á heimasíðu sinni ein­læg­an vilja vera til að „ná þessu sam­an og til að svo megi verða þarf að vanda gríðarlega til und­ir­bún­ings“. En meðal þess sem Eyja­menn leggja áherslu á er að nú­ver­andi Herjólf­ur verði áfram til taks og hann nýtt­ur ef þörf kref­ur, að siglt verði milli lands og Eyja alla daga árs­ins og að fram­lög rík­is­ins ásamt tekj­um hvers árs standi und­ir kostnaði við rekst­ur.

 

Frétt mbl.is.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.