Oddný leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
- Arna Huld Sigurðardóttir í sjöunda sæti
3.Október'17 | 23:14Oddný G. Harðardóttir mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Samfylkingin í Suðurkjördæmi hélt fjölmennan kjördæmisfund í Reykjanesbæ í kvöld þar sem framboðslisti var kynntur og samþykktur samhljóða.
Njörður Sigurðsson sagnfræðingur og bæjarfulltrúi í Hveragerði skipar annað sætið á listanum, Arna Ír Gunnarsdóttir félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi í Árborg er í þriðja sæti, fjórða sætið skipar Marinó Örn Ólafsson háskólanemi frá Reykjanesbæ, segir í frétt á heimasíðu Samfylkingarinnar.
Listi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
- Oddný G. Harðardóttir – Alþingismaður, Garði
- Njörður Sigurðsson – Sagnfræðingur og bæjarfulltrúi, Hveragerði
- Arna Ír Gunnarsdóttir – Félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi, Árborg
- Marinó Örn Ólafsson – Háskólanemi, Reykjanesbær
- Guðný Birna Guðmundsdóttir – Hjúkrunarfræðingur og bæjarfulltrúi, Reykjanesbær
- Miralem Haseta – Húsvörður í Nýheimum, Höfn í Hornafirði
- Arna Huld Sigurðardóttir – Hjúkrunarfræðingur, Vestmannaeyjar
- Guðmundur Olgeirsson – Framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, Þorlákshöfn
- Borghildur Kristinsdóttir – Bóndi, Landsveit
- Ástþór Tryggvason – Nemi og þjálfari, Vík í Mýrdal
- Jórunn Guðmudsdóttir – Stjórnarmaður í Öldungaráðui Suðurnesja, Sandgerði
- Valgerður Jennýardóttir – Leiðbeinandi á leikskóla, Grindavík
- Ólafur H. Ólafsson – Háskólanemi, Árborg
- Símon Cramier – Framhaldsskólakennari, Reykjanesbær
- Jóhanna Sigurbjörnsdóttir – Fótaaðgerðafræðingur og háskólanemi, Reykjanesbær
- Ingimundur Bergmann – Vélfræðingur, Flóahreppi
- Krsitín Á. Guðmundsdóttir – Formaður Sjúkraliðafélagsins Árborg
- Kristján Gunnarsson – Fyrrverandi alþingismaður Reykjanesbær
- Karl Steinar Guðnason – Fyrrverandi alþingismaður, Reykjanesbær
- Margrét Frímannsdóttir – Fyrrverandi alþingismaður

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.