Óvissa í Eyj­um sögð skaðleg

- það er rosa­legt áfall að fá ekk­ert fólk

27.September'17 | 06:23
herj_heimakl

Herjólfur er væntanlegur aftur í lok vikunnar. Ljósmynd/TMS.

„Það hefði átt að vera fullt hjá mér um helg­ina en vegna þess að ekki er hægt að stóla á sam­göng­ur hætti hóp­ur við,“ seg­ir Svava Gunn­ars­dótt­ir, eig­andi gisti­húss­ins Ham­ars í Vest­manna­eyj­um.

Morg­un­blaðið setti sig í sam­band við eig­end­ur nokk­urra fyr­ir­tækja í Eyj­um til að kanna áhrif slæmra sam­gangna á milli lands og Eyja á rekst­ur þeirra.

Berg­lind Sig­mars­dótt­ir, eig­andi veit­ingastaðar­ins Gott, seg­ir stöðugar sam­göng­ur lyk­il­atriði þegar rekst­ur fyr­ir­tækja er ann­ars veg­ar, einkum þeirra sem starfa í ferðaþjón­ustu. Að sögn henn­ar lokast Vest­manna­eyj­ar hrein­lega við aðstæður á borð við þær sem nú eru uppi.

„Þar sem við erum með lítið sam­fé­lag skipt­ir ferðamaður­inn fyr­ir­tækið miklu máli. Það er því rosa­legt áfall að fá ekk­ert fólk,“ seg­ir Berg­lind í um­fjöll­un um sam­göngu­mál Eyja­manna í Morg­un­blaðinu í dag, og bæt­ir við að sér finn­ist menn ekki vanda nægj­an­lega til verka þegar kem­ur að því að tryggja eðli­leg­ar sam­göng­ur til Vest­manna­eyja.

 

Mbl.is greindi frá.

Tags

Samgöngur

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.