Grynningar í Landeyjahöfn

Röst þarf að sæta sjávarföllum

- einungis hægt að sigla á flóði

26.September'17 | 11:28
rost_heimkl_cr

Röst mun þurfa að sæta sjávarföllum næstu daga. Ljósmynd/TMS.

Vegna grynninga við Landeyjahöfn verður að sæta sjávarföllum í siglingum milli lands og Eyja. Háfjara er eftir hádegi og því verður ekki hægt að sigla fyrr en í fyrsta lagi í kvöld. Þetta staðfestir Gunnlaugur Grettisson forstöðumaður ferjusiglinga hjá Eimskip.

Í tilkynningu frá Herjólfi segir að athugun sé klukkan 17:00 með ferð frá Vestmannaeyjum kl. 18:45 og Landeyjahöfn kl. 19:45, samkvæmt ölduspá á ölduhæðin að ganga niður þegar líða fer á kvöldið sem er mjög mikilvægt að gangi eftir og eins er háflóð um kl. 20:30 í kvöld.

Von er á að Herjólfur komi til baka í áætlun á föstudaginn en vel hefur gengið að koma gírnum aftur saman, segir Gunnlaugur og bætir við að það sé einnig ljóst að þar sem djúprista Herjólfs er mun meiri en hjá Rost mun Herjólfur ekki sigla til Landeyjahafnar þar til búið er í fyrsta lagi að mæla dýpi og svo væntanlega að dýpka.

 

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...