Ásmundur vill skoða jarðgöng

- þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi eru með í vinnslu tillögu um göng til Eyja

25.September'17 | 12:11
vestmannaeyjar_ur_fjarlaegd

Það er hægara sagt en gert að komast til Vestmannaeyja þessa dagana. Ljósmynd/TMS.

Það hefur ekki farið framhjá einum einasta Eyjamanni í hvurslag ólestri sjó-samgöngurnar eru hjá okkur. Tveir af þingmönnum kjördæmisins hafa tjáð sig um málið um helgina. Annar þeirra vill fara að skoða alvarlega jarðgöng og hinn segir þolinmæði Eyjamanna vera á þrotum.

Ásmundur Friðriksson fór um helgina og kynnti sér stöðuna um borð í Herjólfi í Hafnafjarðarhöfn. Það er óhætt að segja að skipshöfninni og dönsku tæknimönnunum sé brugðið við stöðuna, segir Ásmundur.

Eftir um viku vinnu við að rífa burtu gírinn eru þeir byrjaðir að setja hann aftur saman og reikna með að því verði lokið á föstudaginn n.k.
Herjólfur er 26 ára gamall og í heiminum eru til 8 samskonar gírar og eru í skipinu. Þar af eru 2 í Herjólfi. Varahlutinn þarf því að smíða.

Málið er að það þarf að smíða bæði tannhjólin. Því miður hefur þetta mál allt verið hið óheppilegasta og bitnar illilega á íbúum í Eyjum og samgöngur við Eyjar í algjörum ólestri. En minnumst þess að áhöfn skipsins vinnur störf sín af alúð og er með hugann við að þjónusta Eyjamenn sem best.

Það er því komið að því að dusta rykið af tillögu um göng til Eyja sem við þingmenn Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu erum með í vinnslu. Ný ferja kemur næsta sumar og það er því rétt að skoða alla kosti sem geta tryggt 100% samgöngur til Eyja. Flotgöng eða jarðgöng verð skoðuð sem kostir í stað þeirrar óvissu sem er ekki lengur boðleg fyrir íbúa og atvinnulíf í Eyjum. 

Ásmundur þakkar að endingu áhöfninni á Herjólfi fyrir fróðlega heimsókn.

Þolinmæði Eyjamanna á þrotum

Þá sagði Páll Magnússon, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis á Facebook-síðu sinni að þolinmæði Eyjamanna væri á þrotum. Það hefur enginn biðlund gagnvart því lengur að Vegagerðin og Eimskip kasti ábyrgðinni á milli sín eins og heitri kartöflu.

Þessi síðasta uppákoma með viðgerðina á Herjólfi og skipið sem var fengið til að leysa hann af er þvílíkt endemis klúður - stórskaðlegt fyrir bæði fólk og fyrirtæki í Eyjum - að samgönguyfirvöld verða að grípa inn í þetta þegar í stað. Forræðið yfir þessum rekstri verður að komast í hendur heimamanna. Það er fullreynt að þeir sem ráða fyrir þessum rekstri núna eru ekki til þess færir, segir Páll.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).