Óboðleg bið hjá ungum foreldrum í Eyjum

22.September'17 | 20:25
faedingar

Það getur tekið á að vera fjarri heimili sínu í fleiri vikur í tengslum við fæðingu. Mynd/úr safni.

Biðin, sem flestar fjölskyldur í Vestmannaeyjum lenda í vegna fæðingar barna sinna, er bara ekki boðleg, segir nýbakaður faðir. Fjölskylda hans hefur nú verið þrjár vikur í Reykjavík og þarf svo að bíða lengur eftir að komast til baka því veðurspáin er slæm. 

Í Vestmannaeyjum er ekki svæfingarlæknir og því má ekkert út af bregða í fæðingu og því kjósa flestar konur að fæða í Reykjavík. Ruv.is greinir frá.

,,Biðin" ekkert svakalega skemmtileg

„Það var ákveðið að fara tveim vikum fyrir settan dag svo við yrðum í öruggum höndum ef eitthvað myndi gerast. Síðan lét strákurinn bíða eftir sér og það endaði með að hann kom með keisara þrem vikum seinna. Þannig að þá vorum við búin að bíða hérna í rúmar þrjár vikur,“ segir Óttar Steingrímsson. 

Óttar er sjómaður og missir af einum eða tveimur túrum á sjónum. Þau eru heppin því þau gátu fengið húsaskjól hjá ættingjum. Fyrir utan að missa launatekjur þurfa sumir að leigja húsnæði meðan beðið er. Sérstakt orð er notað í Eyjum um þetta ástand: 

„Það hefur verið kallað sem sagt „biðin" hin eina sanna og það að vera hérna í Reykjavík og bíða eftir að eitthvað gerist. Og hún er ekkert svakalega skemmtileg.“

Sex pör úr Eyjum lenda í „biðinni" nú í september

„Og svo fleiri sem eru að undirbúa það að þurfa að fara að flytja sig í bæinn í kannski mánuð á næstu mánuðum. Þannig að þetta, þetta er bara ekki boðlegt.“

Móðir og barn útskrifast af fæðingardeildinni á morgun og þá átti að halda til Eyja. En veðurspáin er þannig að ekki verður siglt á Landeyjahöfn næstu daga og afleysingaskip Herjólfs, Röstin, má ekki sigla frá Þorlákshöfn. 

„Þannig að við erum föst hérna líklega fram á þriðjudag, miðvikudag miðað við nýjustu ölduspá.“

Því má segja að bara eitt gott sé við þetta og það skiptir líka aðalmáli: 

„Peyinn kom í heiminn í gær, fullfrískur, og myndarlegur strákur og móður heilsast nokkuð vel bara eftir atvikum. Þannig að það er mikil gleði á heimilinu.“

 

Ruv.is

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...