Olíublautar pysjur hreinsaðar

20.September'17 | 09:19
oliublaut_pysja_2017

Ljósmyndir/saeheimar.is

Nú er unnið að því að hreinsa þær pysjur sem voru olíublautar og af þeim sökum ekki hægt að sleppa. Sú vinna gengur vel og er búið að hreinsa um helming pysjanna. Á myndinni er pysja sem er verið að ljúka við að hreinsa. 

Hún var nánast svört á bringunni fyrir hreinsun og var mikill munur að sjá hana koma upp úr síðast skolvatninu með hvíta og hreina bringu, segir í frétt á vefsvæði Sæheima - saeheimar.is.

14 pysjur í gær 

Komið var með 14 pysjur í eftirlitið gær í vigtun og mælingu. Þær eru því orðnar 4744 talsins í ár.

Á myndinni hér til hliðar er Þórður Örn Gunnarsson, sem kom með 3 pysjur í gær. Hann hefur ásamt fjölskyldu sinni komið með yfir 100 pysjur til okkar á þessu pysjutímabili.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.