Karlakórinn í sjónvarpinu á sunnudagskvöld

20.September'17 | 14:54
karlakor_eldh

Karlakór Vestmannaeyja. Ljósmynd/Gunnar Ingi.

Karlakór Vestmannaeyja, undir dyggri stjórn Þórhalls Barðasonar kemur fram í þættinum Kórar Íslands sem sýndur verður á Stöð 2 kl. 19:10 nk. sunnudagskvöld. Kórinn mun standa undir nafni og flytja Eyjaperluna og Stuðmannalagið Út í Eyjum í útsetningu Braga Þórs Valssonar. 

Karlakórinn mætir þremur öðrum kórum í þættinum, Kalmanskórnum, Gospelkór Jóns Vídalíns og Bartónum, Karlakór Kaffibarsins. Dómnefnd ásamt símakostningu sem áhorfendur taka þátt í, skera svo úr um það hver þessara kóra fer áfram í næstu umferð sem fer fram um mánaðarmótin október nóvember.

Vestmannaeyingar nær og fær sem og aðrir fjölmargir aðdáendur kórsins geta því stutt vel við bakið á kórnum með því að hringja inn á sunnudagskvöldið og þannig gefa kórnum atkvæði.

Mikil spenna er fyrir verkefninu meðal kórmeðlima en Saga Film sem framleiðir þættina sendi út flokk til Eyja á sunnudaginn var í þeim tilgangi að kynnast hópnum, mynda hann og taka viðtöl við söngstjórann Þórhall, formannin Geir Jón sem og óbreytta kórmeðlimi.

Óhætt er að segja að verkefnið hafi kveikt hjá mönnum áhuga en töluvert hefur bæst í hópinn. Um leið er vert að benda á að æfingar kórsins eru á sunnudögum frá kl. 16:00 til 18:00 í sal Tónlistarskóla Vestmannaeyja og eru allir karlar velkomnir að koma og prófa. Orðið á götunni segir að margan söngfuglinn kýtli að taka þátt en láti ekki verða af því. Nú er tækifærið.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...