Sjúkraflutningar:
Enn þarf þyrla Gæslunnar að lenda utan vallar
- orðinn spurning hvort ekki þurfi orðið að setja upp þyrlupall vestast á Heimaey?
17.September'17 | 14:11Kalla þurfti út þyrlu Landhelgisæslunnar vegna sjúkraflugs frá Eyjum í morgun. Ekki var fært fyrir sjúkraflugvél Mýflugs sökum þoku í Vestmannaeyjum. Þyrlan lenti laust fyrir klukkan 11 í morgun.
Ekki reyndist unnt fyrir þyrluna að lenda á flugvellinum og því þurfti að lenda vestast á Heimaey. Það hefur nú gerst í þó nokkur skipti að Landhelgisgæslan nær ekki að lenda á flugvellinum og þarf því að notast við þennan veg.
Sjá einnig: Þyrla Gæslunnar gat ekki lent á flugvellinum
Það er því orðið spurning í ljósi mikilla sjúkraflutninga frá Eyjum - hvort ekki sé orðið tímabært að koma upp þyrlupalli á þessu svæði þar sem þyrlan lenti í morgun?
Uppfært 18. sept.
Hér að neðan má sjá myndband sem Guðmundur Arnar Alfreðsson tók af sjúkraflutningnum.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.