Herjólfur:

Besti ágústmánuður frá upphafi í fjölda farþega

- en bílum fækkar

14.September'17 | 12:33
herj_landey

Herjólfur við bryggju í Landeyjahöfn. Ljósmyndir/TMS.

Ágústmánuður hefur aldrei verið eins góður er litið er til fjölda farþega sem ferðuðust með Herjólfi. Eyjar.net birtir hér samanburð síðasta mánaðar auk þess sem sumarið er gert upp í flutningi ferjunnar á milli lands og Eyja.

Herjólfur

 

 

 

Ágúst mánuður

2015

2016

2017

Farþegar

61.976

68.198

76.848

Bílar

10.935

12.253

11.626

Sigldar ferðir LAN

150

150

157

Aukaferðir til LAN

13

14

29

Sigldar ferðir TOR

2

1

1

Ferðir feldar niður

2

3

3

Dagar ekkert siglt

0

0

0

Samtals voru því sigldar ferðir í Landeyjahöfn í síðasta mánuði 186 talsins. Aldrei hafa aukaferðir verið jafn margar og voru í síðasta mánuði.

Þjóðhátíðarfarþegar, bæði til og frá Eyjum, eru í ágúst í ár

Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs segir í samtali við Eyjar.net að sannarlega sé þetta lang besti ágústmánuður frá upphafi hvað farþegafjölda varðar en bílum fækkar.

„Megin ástæðan fyrir miklum fjölda farþega er sú staðreynd að Þjóðhátíðarfarþegar, bæði til og frá Eyjum, eru í ár í ágúst. Mikið álag þennan mánuð á mitt góða starfsfólk bæði til sjós og lands.

Sex ferðir sigldar alla daga og aðeins þrjár ferðir felldar niður þar af tvær aukaferðir og önnur þeirra vegna björgunaræfingar 31. ágúst. Í raun aðeins einn dagur þar sem einhver vandræði voru á siglingum en það var 26. ágúst þar sem tvær ferðir féllu niður og svo siglt til Þorlákshafnar.” segir Gunnlaugur.

 

Þegar að sumarmánuðirnir eru teknir saman kemur áhugaverð niðurstaða í ljós

Herjólfur

 

 

 

maí-ágúst

2015

2016

2017

Farþegar

211.106

238.144

238.888

Bílar

39.798

43.674

41.887

Sigldar ferðir LAN

541

582

568

Aukaferðir til LAN

30

43

112

Sigldar ferðir TOR

19

1

5

Ferðir feldar niður

12

8

26

Dagar ekkert siglt

0

0

1

Samtals voru því sigldar í Landeyjahöfn þessa mánuði 680 ferðir.

Þessar tölur sýna að farþegafjöldinn yfir stærstu mánuðina er svipaður og var árið áður. Hins vegar fækkar bifreiðum töluvert þrátt fyrir aukinn fjölda ferða. Rétt er að taka fram að samkvæmt upplýsingum frá Herjólfi voru fleiri vagnar um borð í sumar en voru árið áður.

 

Samanburður júlí-mánaðar: Aldrei fleiri ferðir felldar niður í júlí

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.