Skólalóðir GRV:
Fjölmargar hugmyndir komu fram
11.September'17 | 13:44Skólalóðir GRV hafa verið í óviðunandi ástandi í undanfarin ár og þörf á úrbótum. Í fyrra vetur og í sumar hefur verið unnið að drögum um uppbyggingu skólalóða út frá hugmyndum og tillögum sem koma frá skólastjórnendum, starfsmönnum skólans, nemendum og forráðamönnum.
Mál þetta var rætt á fundi fræðsluráðs í síðustu viku. Í bókun ráðsins segir að fjölmargar hugmyndir um útfærslur hafi komið fram sem nýttust vel við þessa vinnu. Hafa verður í huga að skólalóðir eru hluti af sameiginlegu leiksvæði barna fyrir nálæg íbúðarsvæði. Framkvæmdastjóri kynnti ráðinu þau drög sem liggja fyrir, en eru ekki fullmótuð.
Unnið verður að kostnaðarútreikningum og framkvæmdaáætlun í framhaldinu. Framkvæmdastjóri mun fylgja málinu eftir m.a. við gerð fjárhagsáætlunar 2018, segir í bókun fræðsluráðs Vestmannaeyjabæjar.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...