Ásmundur Friðriksson setur fram sína sýn á rekstarfyrirkomulagi Herjólfs undir stjórn heimamanna

Hvernig rekum við Herjólf?

með þátttöku atvinnulífs og íbúa

8.September'17 | 09:34
herjolfur_inns_eyjar

Ljósmynd/TMS.

Mikið hefur verið rætt um að heimamenn muni reka Herjólf í nánustu framtíð. Minna hefur hins vegar farið fyrir hugmyndum af útfærslum á rekstrarfyrirkomulaginu. Eyjar.net ræddi við Ásmund Friðriksson, alþingismann um hvaða hugmyndir hann hefur í þessum efnum.

Við spurðum Ásmund hvernig hann sæi fyrir sér að formið verði á rekstri Herjólfs ef af verður að það færist í hendur heimamanna?

„Ég hef í mörg ár hvatt til þess að rekstur Herjólfs verði aftur færður í hendur heimamanna. Það hef ég gert í ræðu og riti og fagna því að nú er tekið undir þá skoðun og verkefnið er að finna bestu leiðina sem gagna samfélaginu í Eyjum sem best. 

Ég hef ekki farið leynt með það að sveitarfélagið leiði slíkt verkefni í heila höfn. Mín skoðun er sú að Vestmannaeyjabær leiði stofnun almenningshlutafélags þar sem sveitarfélagið, atvinnulífið og einstaklingar verði hluthafar í félagi sem taki að sér rekstur ferjusiglinga til Vestmannaeyja.” segir Ásmundur.

Ekki pólitísk kjörin stjórn

„Stjórn félagsins verði síðan kosin á stofnfundi og það mætti hugsa sér að fulltrúi sveitarfélagsins verði formaður stjórnar. Ég tel það ekki heppilegt að yfir slíku félagi verði pólitísk kjörin stjórn, heldur verði hún skipuð fulltrúum þeirra hluthafa sem leiða félagið. Í mínum huga væri það besta staðan fyrir heimamenn í Eyjum að atvinnulífið verði eitt af leiðandi öflum í slíku félagi enda samræmist það þeim kröfum og óskum sem hafðar hafa veið upp að hagsmunir atvinnulífs og íbúa verði haft a leiðarljósi við rekstur félagsins.

Að einstaklingar geti verið hluthafar í félaginu

Þá tel ég mikilvægt að almenningur hafi í gegnum eignarhlut sveitarfélagsins rétt til á setu á aðalfundum, með tillögu og málfrelsi. En samþykktir félagsins þarf að skoða mjög vel og tryggja í sátt aðkomu almennings í gegnum eignarhald sveitarfélagsins í félaginu, auk þess sem einstaklingar geti verið hluthafar í félaginu. Á stofnfundi þarf að samþykkja stefnu félagsins og ég sé fyrir mér að tryggja opin rekstur þar sem rík upplýsingaskilda er viðhöfð og auðveld aðkoma íbúa að félaginu. Þá má tryggja með opnum aðalfundum og félagsfundi á milli aðalfunda.

Í Eyjum er mikið af góðu fólki sem hefur hæfileika og getu til að stjórna slíku félagi og því mikilvægt að nýta þá krafta til eflingar samgangna við Eyjar, þar sem hagsmunir atvinnulífs og íbúa er leiðarljósið án flokkspólitískrar afstöðu.

Mikilvægt að ríkisstyrkur sem fylgir útgerð ferjunnar verði tryggður nýju félagi

Þá er afar mikilvægt að sá ríkisstyrkur sem fylgir útgerð ferjunnar frá ríkissjóði verði tryggður nýju félagi og hann ekki skertur þrátt fyrir að rætt sé um minni olíukostnað á nýrri ferju. Það er mikilvægt að láta reynsluna tala áður en slíkar breytingar verði gerðar. Mikilvægt er að ný stjórn stilli þannig reksturinn af að afkoma af rekstrinum verði nýttur til að auka þjónustu eða lækka far- og farmgjöld” segir Ásmundur Friðriksson í samtali við Eyjar.net.

 

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).