Georg Eiður Arnarson skrifar:
Fiskveiðiárið 2016/17
4.September'17 | 09:30Þann fyrsta september byrjaði nýtt fiskveiðiár og því rétt að skoða það sem var að enda, mjög skrítið fiskveiðiár að baki, með löngu verkfalli sem að sögn sjómanna skilaði engu.
Mjög góðri vertíð og þá bæði í bolfiskveiðum og uppsjávarveiðum, verðið hinsvegar á bolfiskinum hefur verið afar lélegt og þá sérstaklega verðlagsstofuverðið sem margar útgerðir með vinnslu greiða ,verðið erlendis hinsvegar hefur verið með ágætum og því góður gangur í gámaútflutningum. Lélegt verð í beinum viðskiptum hinsvegar hefur annars orðið til þess að æ verr gengur að manna þau skip sem landa hjá eigin vinnslu og dæmi um það að flytja verður inn sjómenn til þess að halda úti sumum bolfiskveiði skipum. Ekki góð þróun það og nokkuð ljóst að leita verður annarra leiða til þess að leysa það.
Af minni eigin útgerð er það að segja að ekkert gengur að selja bátinn og það þrátt fyrir að ég sé búin að lækka hann um helming í verði, sem betur fer tókst mér þó að losna við kvótann, en Ísfélagsmenn tóku kvótann fyrir mig og losuðu mig því við ansi þungan andardrátt bankans manns niður um hálsmálið á mér og kann ég þeim Ísfélagsmönnum miklar þakkir fyrir, það er ekkert grín að skulda í banka kerfinu okkar og vextirnir maður, vá, er nema furða þó bankarnir græði, ég er því kvótalaus og hef frekar lítinn áhuga á að róa enda er ennþá þannig að veiðigjöld eru greidd af lönduðum afla og því þessi ríkisstjórn líka braskara ríkisstjórn eins og sú á undan. Það eina jákvæða sem ég hef séð er að línuívilnun er komin á allar tegundir en það hrekkur skammt enda bara fyrir landbeittar línuveiðar .
Veiðiráðgjöf Hafró er enn einu sinni skrítinn, en eins og ég hafði áður spáð fyrir um þá lækkar langan enn og hefur nú lækkað um 50% á aðeins 2 árum, viðbót í ýsu er hinsvegar góð en í þorski allt of lítil, ufsa víðbótin fer hinsvegar í flokk með Launguviðbótinni síðustu ár, sem tóm vitleysa enda mörg ár síðan ufsa kvótinn hefur náðst.
En hvað sem verður þá hefur fiskverðið hækkað að undanförnu og það er aðeins aukning á sumum tegundum og á þeim nótum óska ég öllum sjómönnum og útgerðar mönnum gleðilegs nýs kvótaárs.
Höfundur: Georg Eiður Arnarson
Georg Eiður Arnarson, fæddur 1964, af Skjaldbreiðarætt. Foreldrar Margrét H. Júlíusdóttir og Örn W. Randrup, giftur Matthildi Maríu Tórshamar, 4 börn, 1 hundur og 2 kettir, trillu útgerðarmaður.
Áhugamaður um allt sem tengist sjávarútvegi, náttúru og atvinnumálum. Missi helst ekki af heimaleik hjá ÍBV á sumrin og er aðeins farinn að fikta við sjóstangaveiði.
Gleðilegt sumar
17.Apríl'22 | 15:59Framboð eða ekki framboð?
2.Apríl'22 | 14:43Flokkur fólksins í Vestmannaeyjum
27.Mars'22 | 20:55Verbúðin
27.Febrúar'22 | 21:302021 gert upp
8.Janúar'22 | 22:25Gæludýraeigandinn ég
31.Desember'21 | 15:50Fátæktarskömmin
21.Desember'21 | 22:18Lundasumarið 2021
3.Október'21 | 21:59Þakkir og kosningar 2021
27.September'21 | 12:37Kvótann heim
20.September'21 | 22:12
Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.