Pysjufjörið að fara af stað
- sjö pysjur komnar
21.Ágúst'17 | 16:30Nú er búið að koma með sjö lundapysjur í pysjueftirlit Sæheima. Pysjutímabilið hefur farið rólega af stað en fjörið er rétt að byrja og um að gera að kíkja eftir pysjum.
Miðað við nýjustu upplýsingar frá fræðingunum á Náttúrustofu Suðurlands er ýmislegt sem bendir til að þetta verði hið ágætasta pysjutímabil og vonumst við til að þeir verði sannspáir, segir í frétt á vefsvæði Sæheima.
Á myndinni er Hilmar Gauti Garðarsson með pysjuna sína sem fannst á Brimhólabraut. Hún var mjög flott og vóg 310 grömm, sem er vel yfir meðalþyngd lundapysja. Hinar pysjurnar hafa verið talsvert léttari en oftast eru fyrstu pysjur tímabilsins í léttari kantinum.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.