Holan komin vel niður fyrir heitasta hluta Surtseyjar

- stóð í 151 metrum í gærmorgun

17.Ágúst'17 | 06:59
surtsey_cr

Surtsey. Mynd/úr safni.

Í gær gekk borun erfiðlega eftir nokkuð góðan gang nóttina þar á undan. Holan stóð í 151 metrum í gærmorgun en síðan stóð borinn fastur mestallan daginn. Síðustu fréttir kl. 22 voru þó þær að hann væri laus og allt tilbúið til að halda áfram borun.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Jarðvísindastofnunar Háskólans. Þar segir ennfremur að Sveinn Jakobsson jarðfræðingur á Náttúrufræðistofnun rannsakaði Surtsey frá því í gosinu 1963-67 og allt til æviloka. Sveinn lést á síðasta ári. Honum entist því ekki aldur til að taka þátt í boruninni nú, en hann studdi við undirbúning hennar. Auk þess að gera grundvallarmælingar á myndun og útbreiðslu móbergs í Surtsey stóð Sveinn m.a. að mælingum á hita í borholunni frá 1979 alla tíð og má sjá hluta þeirra mælinga á meðfylgjandi línuriti.

Holan er nú komin vel niður fyrir heitasta hluta Surtseyjar (120-125°C). Hitinn á 150 metrum er nú nálægt 75°C og þar fyrir neðan kólnar stöðugt. Miðað við kjarnann sem náðist fyrir 38 árum var gjóskan sem myndaðist í gosinu grófari neðan 140 metra dýpis, móbergsmyndun mun skemmra á veg komin og bergið lausara í sér en efnið sem ofar liggur. Illa samlímt berg er mun erfiðara í borun en það sem þéttara er. Dæling skolvatns til holunnar er nú í lagi og veldur ekki töfum. Við bíðum nú og sjáum til hvernig næturvaktinni gengur að komast niður í gegnum neðri lög Surtseyjar.

 

 

 

Tags

Surtsey

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu.