Greiddu 57 milljónir fyrir leigu á Baldri
16.Ágúst'17 | 13:17Vegagerðin greiddi Sæferðum rúmar 57 milljónir í leigu fyrir ferjuna Baldur sem leysti Herjólf af vegna viðhalds þess síðarnefnda, nú í vor. Hreinn Haraldsson vegamálstjóri segir í samtali við Eyjar.net að þetta sé leiga fyrir 26 daga.
Sem kunnugt er hafði Baldur einungis leyfi til að sigla í Landeyjahöfn (hafsvæði C). Hann var því bundinn við bryggju þegar ófært var þangað. Nú er leitað að afleysingarskipi á ný fyrir Herjólf sem þarf að stoppa aftur vegna upptektar á gír. Reiknað er með að sú viðgerð taki tæpar þrjár vikur.
Bæjaryfirvöld minntu á það í vor að krafa bæjarráðs og Vestmannaeyjabæjar hafi alla tíð verið skýr hvað varðar það að ekki komi á neinum tíma til greina að fengið sé afleysingarskip fyrir Herjólf sem ekki hefur heimild til siglinga í Þorlákshöfn.
Hreinn segir varðandi afleysingarskip að það sé ekki í hendi enn, en sé í fullri vinnslu. „Miðað hefur verið við síðari hluta september en það getur m.a. verið háð möguleikum á skipi til afleysinga.” segir vegamálastjóri.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...