Uppbygging á stoðkerfi fræðslumála og starfsumhverfi kennara

Tillögur uppá rúmlega 60 milljónir

- kallar á verulegar breytingar á fjárhagsáætlun

21.Júlí'17 | 07:17
vorskoli_grv

Mynd/GRV.

Uppbygging á stoðkerfi fræðslumála og starfsumhverfi kennara haustið 2017 var til umræðu á síðasta fundi fræðsluráðs. Fram kemur í bókun ráðsins að fyrir ráðinu liggi minnisblað.

Minnisblaðið var unnið af Elliða Vignissyni bæjarstjóra, Jóni Péturssyni framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs, Rut Haraldsdóttur framkvæmdastjóra fjármálasviðs og Ólafi Snorrasyni framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs.

Minnisblaðið er unnið í framhaldi af skýrslu samstarfshóps um starfsumhverfi kennara við GRV og skýrslu sem unnin var af fyrirtækinu Ráðrík. Í minnisblaðinu er lagt til að sem fyrst verði ráðist í ýmsar úrbætur sem snúa að starfsumhverfi kennara. Þær helstu felast í því að styrkja stoðkerfi skólans og ráðast í ákveðnar úrbætur hvað húsnæði og aðstöðu varðar. Við gerð minnisblaðsins var sérstök áhersla lögð á að taka tillit til óska kennara og annars skólastarfsfólks hvað verklegar framkvæmdir skólahúsnæðis varðar. 


Í minnisblaðinu eru lagðar fram eftirfarandi tillögur: 

1.Bætt verði við a.m.k. hálft stöðugildi kennslu- og sérkennsluráðgjafa á skólaskrifstofu sem starfi innan GRV og aðstoðar stjórnendur og kennara með skipulag og framkvæmd sérkennslu. 

2.Staða sérkennslustjóra sem er inni á leikskólum færist undir skólaskrifstofu og starfshlutfall verði hækkað úr 75% í 90%. 

3.Úthlutaðar kennslustundir til GRV verði samtals 1220 kennslustundir á viku og því 29 umfram þá reiknireglu sem almennt er miðað við. Umfram úthlutunin nemur rúmlega stöðugildi kennara sem hugmyndin er að nýtt sé til annarra starfa en bekkjarkennslu. Þannig verði miðað við 29 bekkjardeildir eins og á núverandi skólaári. Skiptingin verði eftirfarandi: 
Almennar kennslustundir 1043,3 
Sérkennsla 127,7 kennslustundir 
Nýbúafræðsla 23 kennslustundir 
Tónlistarkennsla frá Tónlistarskólanum 20 kennslustundir (innifalið í almennum kennslustundum) 
Viðbótarúthlutun sem skólastjóri ráðstafar alls 26 kennslust. 

4.Tafarlaust verði ráðið í stöðu sálfræðings. Fáist ekki sálfræðingur til starfa verður leitað eftir öðrum ráðgjafa í hlutastarf (c.a. 70%) á skólaskrifstofu. Til viðbótar verður greiningarvinna og önnur stoðþjónusta einnig áfram í verktöku hjá löggiltum sálfræðingi. 

5.Tafarlaust verði ráðist í lagfæringar á skólahúsnæði Hamarsskóla og Barnaskólans og bætt þar með aðstöðu til kennslu og starfsmannaaðstöðu 
 

Heildarkostnaður af innleiðingu ofangreindra tillagna er rúmlega 60 milljónir króna. Fræðsluráð þakkar höfundum minnisblaðsins og samstarfshópnum um starfsumhverfi kennara þeirra góðu vinnu. 

Ráðið samþykkir þær tillögur sem lagðar eru fram í minnisblaðinu enda falla þær að áherslum ráðsins um að starfsumhverfi og aðstaða endurspegli mikilvægi skólastarfsins og hvetji til árangurs. Ráðið felur framkvæmdastjóra fræðslusviðs að leita eftir samþykki bæjarráðs enda kalla þær á verulegar breytingar á fjárhagsáætlun.

Það er von fræðsluráðs að samþykkt þessi verði til þess fallin að efla enn frekar það gæðastarf sem nú þegar er unnið innan veggja Grunnskóla Vestmannaeyja, dragi úr álagi í kennslu og bæti starfsumhverfi kennara og starfsfólks stofnunarinnar, segir í fundargerð fræðsluráðs.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).