Hvíslið:
Stuðningur úr óvæntri átt
11.Júlí'17 | 11:22Á síðasta fundi umhverfis og skipulagsráðs var tekinn mikill bókanaslagur á milli meiri- og minnihluta. Tilefnið var hvort tímabært væri að taka ákvörðun um hvort heimila eigi lundaveiðar í Vestmannaeyjum.
Georg Eiður vildi fresta ákvörðun þar til ráðið fundar næst en þessu var meirihluti sjálfstæðismanna ósammála og ákváðu að heimila veiðar í þrjá daga í ágúst.
Elliði Vignisson sagði svo í kjölfarið í viðtali við Morgunblaðið að ekki sé hægt að útiloka að hætt verði við að leyfa lundaveiðar í þrjá daga í næsta mánuði, verði niðurstaða seinna lundarallsins jafn svört og hin fyrri var, sem sýndi einungis 40% ábúð lunda í Vestmannaeyjum.
Það er því kominn stuðningur úr óvæntri átt við bókanir Georgs í umhverfis- og skipulagsráði. Nú verður spennandi að sjá hvernig málið fer í bæjarstjórn sem samþykkja þarf ákvörðun ráðsins.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.