Viðgerð á gír ferjunnar í haust
Áætla að Herjólfur verði frá í tæpar 3 vikur
Bæjarráð gerir þá kröfu að samgöngur verði greiðar til Vestmannaeyja á viðgerðartímanum.
11.Júlí'17 | 13:59Erindi frá Vegagerðinni vegna fyrirspurnar bæjarstjóra en þar kemur fram að þegar Herjólfur var í slipp í maí s.l. hafi komið óvænt í ljós skemmdir á tannhjólum í stjórnborðs niðurfærslu gír skipsins. Þar af leiðandi þarf skipið að fara aftur í slipp á haustdögum, nánar tiltekið eftir miðjan september.
Bæjarráð lýsir yfir miklum áhyggjum
Þetta kom fram á fundi bæjarráðs sem var í hádeginu í dag. Áætlað er að viðgerð takið 19 daga. Bæjarráð lýsir yfir miklum áhyggjum vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem komin er upp vegna fyrirhugaðs viðhalds sem liggur fyrir að Herjólfur þurfi að fara í á haustdögum.
Bæjarráð gerir þá kröfu til Vegagerðarinnar að hún tryggi að samgöngur verði greiðar til Vestmannaeyja á viðgerðartímanum í fjarveru Herjólfs, hvort sem siglt verði frá Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn. Einnig er gerð sú krafa að þjónustuþegar séu upplýstir tímanlega um stöðum mála, þ.e. hvernig siglingum verði háttað milli lands og Eyja, segir í bókun ráðsins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...