Sjáðu dagskrá dagsins

Goslokahátíðin hefst í dag

6.Júlí'17 | 06:33
yfir_bae_fa

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS.

Í dag hefst Goslokahátíðin með hinum ýmsu viðburðum. Má þar nefna opnun nokkurra sýninga sem verða opnar alla hátíðina. Þá verða tónleikar í kvöld. Dagskráin hefst klukkan 11.00 þegar að spákona spáir í bolla og spil fyrir gesti og gangandi gegn vægu gosgjaldi.

Dagskrá dagsins lítur svona út:

Fimmtudagur

Eymundsson, Bárustígur 2
11.00-18.00
Spákonan Sunna Árnadóttir spáir í bolla og spil fyrir gesti og gangandi gegn vægu gosgjaldi. Tímaskráning á staðnum.

Eldheimar, Gerðisbraut 10
17.00
Opnun myndlistarsýningar Surtseyjar- verka Þórunnar Báru Björnsdóttur.

Gallery Papacross, Heiðarvegur 7
17.00
Opnun myndlistarsýningar Andrésar Sigmundssonar.

Hús Taflfélagsins, Heiðarvegur 9
18.00
Opnun myndlistarsýningar Magna Freys Ingasonar, „Trú, tákn og tilfinningar”. 

Akóges, Hilmisgata 15
20.00-22.00
Opnun ljósmyndasýningar Ísleifs Arnars Vignissonar, Adda í London. 

Háaloftið, Höllin
22.00
Tónleikar. Stórbandið Jónas Sig og ritvélar framtíðarinnar koma með hamingjuna.
3.900 kr. í forsölu, 4.900 kr. við dyr. 

 

Hér má sjá alla dagskrá hátíðarinnar.


 

Tags

Goslok

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-