Umhverfis- og skipulagsráð:

Meirihlutinn vill leyfa lundaveiðar í 3 daga

- fulltrúi minnihluta vill fresta ákvörðun

5.Júlí'17 | 10:15

Lundinn hefur átt erfitt uppdráttar við eyjar síðustu ár.

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær gengu bókanir á víxl vegna tillögu meirihluta ráðsins um lengd lundaveiðitímabils nú í sumar. Meirihlutinn lagði til sama dagafjölda og árin 2015 og 2016 - sem voru 3 dagar. Fulltrúi minnihluta lagði hinsvegar til að málinu yrði frestað til næsta fundar ráðsins.

Hér má sjá bókanir flokkana frá fundinum í gær:
 
Fulltrúar D-lista bóka:
Meirihluti ráðsins telur afar mikilvægt að stýring veiða á lunda í Vestmannaeyjum taki á öllum stundum fyrst og fremst mið af viðkomu stofnsins. Samkvæmt lögum er veiðitímabil lunda að öllu jöfnu frá 1. júlí til 15. ágúst eða 46 dagar. Með tilliti til stöðunnar samþykkir ráðið að skerða veiðitímabilið um 94% og heimila eingöngu veiðar í 3 daga af 46, frá 11. ágúst til 13. ágúst. Er um að ræða sama dagafjölda og árin 2015 og 2016.
Reynsla síðastliðinna ára hefur sýnt að þeir fáu dagar sem lundaveiði er heimiluð eru nýttir til þess að viðhalda þeirri merkilegu menningu sem fylgir veiðinni og úteyjarlífi almennt. Þá er tíminn nýttur til að viðhalda húsnæði úteyjanna og huga að öðru sem fylgir úteyjunum.

Fulltrúar D-lista hvetja bjargveiðimenn til þess að ganga fram af varkárni við veiðar og haga þeim með þeim hætti að lundinn njóti ætíð vafans.

Margrét Rós Ingólfsdóttir
Ingólfur Jóhannesson
Esther Bergsdóttir
 
Fulltrúi E-lista bókar:
Vegna þess hve lítið hefur sést af lunda síðustu vikur legg ég til að engar veiðar verði í júlí en ákvörðun um veiðidaga í ágúst verði tekin á næsta fundi ráðsins.

Georg Eiður Arnarson
 
Fulltrúar D-lista bóka:
Meirihluti ráðsins telur ekki ástæðu til að fresta ákvörðun í málinu og vísum í ofangreinda bókun meirihlutans.

Margrét Rós Ingólfsdóttir
Ingólfur Jóhannesson
Esther Bergsdóttir
 
Fulltrúi E-lista bókar:
Þó svo að ég treysti veiðimönnum og sé sammála því að leyfa einhverja daga í ágúst þá finnst mér að þar sem að það sést varla lundi í fjöllunum né á sjónum algerlega ótímabært að ákveða nú hvort óhætt sé að leyfa veiðidaga í ágúst eða hversu margir þeir eiga að vera.

Georg Eiður Arnarson
 
Fulltrúar D-lista bóka:
Í ljósi bókunnar fulltrúa E-lista þá vill meirihluti ráðsins benda á að þó að gefið sé leyfi í þrjá daga er ekki þar með sagt að þá þurfi að nýta. Meirihlutinn leggur traust á að bjargveiðimenn sýni áfram þá ábyrgð sem þeir hafa gert sl. ár varðandi veiðar.

Margrét Rós Ingólfsdóttir
Ingólfur Jóhannesson
Esther Bergsdóttir
 
Fulltrúi E-lista bókar:
Tek undir það og treysti veiðimönnum til að sýna fram á ábyrgð, ef hinsvegar er tekið tillit til þess hversu mikið var af bæjarpysju 2015-16 þá er ég fullur bjartsýni fyrir þetta lundasumar 2017. Útlitið núna er það slæmt að ég tel það ótímabært og óábyrgt að leyfa veiðidaga í ágúst.

Georg Eiður Arnarson
 
 
 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.