Réðst að stýri­manni í Herjólfi

3.Júlí'17 | 11:20
IMG_5270

Herjólfur leggur til brottfarar áleiðis til Landeyjahafnar. Ljósmynd/TMS

Farþegi Herjólfs gekk ber­seks­gang um borð á föstu­dag þar sem hann sló til og réðst að stýri­manni um borð. Fleiri manns þurfti til að ná mann­in­um niður og tryggja að hann yrði eng­um að meini þar til lög­regla kom á vett­vang.

Málið litið al­var­leg­um aug­um 

Gunn­laug­ur Grett­is­son, rekstr­ar­stjóri Herjólfs, seg­ir í sam­tali við mbl.is að málið sé litið mjög al­var­leg­um aug­um. „Þetta er sem bet­ur fer mjög ein­stakt at­vik, en engu að síður mjög dap­urt“, seg­ir Gunn­laug­ur og seg­ir eitt slíkt at­vik einu of mikið. Mbl.is greinir frá málinu.

Maður­inn sló til og réðist að stýri­manni á Herjólfi við komu í Land­eyja­höfn. Stýri­maður Herjólfs meidd­ist ekki al­var­lega og var mætt­ur til vinnu aft­ur dag­inn eft­ir. „Málið var kært og fer sína réttu leið og viðkom­andi farþegi var færður í burtu í fylgd lög­reglu“, seg­ir Gunn­laug­ur.

Að sögn Gunn­laugs þurfti marga til aðstoðar við að ná mann­in­um niður til þess að tryggja ör­yggi allra í kring þar til lög­regla kom á svæðið. „Sem bet­ur fer voru þarna á vett­vangi ein­stak­ling­ar sem voru til­bún­ir að aðstoða, bæði úr hópi starfs­manna og farþegar sem sáu hvers kyns var“, seg­ir Gunn­laug­ur.

Var með dóna­skap í af­greiðslu

Maður­inn var að ferðast með Herjólfi frá Vest­manna­eyj­um til Land­eyja­hafn­ar og er er­lend­ur ferðamaður. Hann var mjög dóna­leg­ur strax í upp­hafi við starfs­fólk af­greiðslu í Vest­manna­eyj­um og seg­ir Gunn­laug­ur það ekki síður al­var­legt. „Því miður er það alltof oft sem fólk leyf­ir sér að hreyta í mitt góða starfs­fólk út af hlut­um sem það á eng­an þátt í“, seg­ir Gunn­laug­ur og bæt­ir við að fólk ætti alltaf að gæta að því að sýna starfs­fólki kurt­eisi og skiln­ing.

Aðspurður hvort hefði átt að meina mann­in­um inn­göngu í Herjólf seg­ir Gunn­laug­ur: „Það er alltaf erfitt að segja til hvenær á að grípa til þeirra aðgerða og alltaf hægt að vera vit­ur eft­ir á“. Gunn­laug­ur seg­ir eng­an hafa gert ráð fyr­ir því að maður­inn myndi ganga ber­seks­gang við komu til Land­eyja­hafn­ar.

Heim­ilt að neita fólki um far

Gunn­laug­ur seg­ir sam­kvæmt verklags­regl­um sé heim­ilt að neita fólki um far. „Skip­stjóri hef­ur bara heim­ild til þess að taka ákvörðun um það, en auðvitað þarf að hann að vita af því“ seg­ir Gunn­laug­ur en í þessu til­viki hafi ekki verið til­kynnt um hegðan manns­ins í af­greiðslu í Vest­manna­eyj­um. „Mín­ir góðu starfs­menn meta hvert til­felli fyr­ir sig og þarna var ekki farið í að til­kynna það af ýms­um ástæðum“, seg­ir Gunn­laug­ur.

Málið fer nú sinn far­veg hjá lög­reglu og eins er ör­ygg­is­deild Eim­skips með málið til skoðunar. „Við tök­um þetta at­vik að sjálf­sögðu mjög al­var­lega og erum mjög sleg­in yfir þessu“, seg­ir Gunn­laug­ur að lok­um.

 

mbl.is greindi frá.

Tags

Herjólfur

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is