Myndir

Tvíbytna á korteri milli lands og Eyja

13.Júní'17 | 17:45
IMG_4296

Ferjan við bryggju í Eyjum. Ljósmyndir/TMS.

Í morgun kom hingað til Eyja tvíbytna sem Eimskip er að taka á leigu frá Noregi. Er henni ætlað að sigla á milli Akraness og Reykjavíkur. Ferj­an sem mun heita Akra­nes er 10 ára gömul. Eyjamenn fengu smjörþefinn af henni nú í morgun. Þá fór hún rúnt uppí Landeyjahöfn og tók túrinn 15 mínútur.

Skipið tekur 112 farþega en engin ökutæki. Í áhöfn á heimleið frá Noregi voru tveir fyrrum áhafnarmeðlimir Herjólfs. Þeir Steinar Magnússon og Halldór Waagfjörð auk þriggja norðmanna.

Eyjar.net ræddi við Elliða Vignisson bæjarstjóra um slíka ferju.  

Möguleikarnir eru endalausir

„Ég hef í langan tíma verið þeirrar skoðunar að það þurfi í raun tvær ferjur til að sinna samgöngum við Vestmannaeyjar.  Í því samhengi hefur maður fyrst og fremst verið að gæla við það að hér væru tvær bílaferjur sem pendúluð á milli yfir háannartímann.  Hvað sem slíku líður þá er ég algerlega sannfærður um að fyrr en seinna verði einnig komin ferja á borð við þá sem við fengum kynningu á morgun.  Lítil háhraða farþegaferja sem getur skotist hér á milli á um 15 mínútum gæti nýst nánast eins og strætisvagn svo fremi sem þjónusta og verð væru þannig. Eftir því sem ég kemst næst þá þarf sennilega bara 3 í áhöfn á svo ferju og svigrúmið því mikið. Þannig gæti hún í bland til útsýnissiglinga og margt fleira. Möguleikarnir eru endalausir.” segir bæjarstjóri.

Tækifæri fyrir okkur Eyjamenn

Elliði segir að hvað þennan tiltekna bát varðar þá er hann líkur mörgum sem maður hefur áður siglt með víða um heim. 

„Ég var mjög ánægður að finna þann metnað sem Eimskip hafa til að leggja sitt að mörkum til að þróa áfram samgöngukerfi okkar landsmanna og ekki kæmi það mér á óvart þótt að innan ekki langs tíma verði svona „sjóstrætóar“ farnir að sigla víða í kringum höfuðborgarsvæðið svo sem frá Reykjanesbæ, Akranesi, Hafnafirði og víðar.  Í allri slíkri þróun og fjölgun heppilegra sæfara við Ísland eru fólgin tækifæri fyrir okkur Eyjamenn." 

Telur þú að þetta sé lausn sem gæti hentað Vestmannaeyjum?

Ég efast hvergi hvað það varðar.  Við vitum að þörfin er mikil bara hvað grunnsamgöngur varðar og þar til viðbótar eru margvísleg tækifæri sem tengjast vöruþróun í ferðaþjónstu.  Að komast hér á milli á allt niður í 15 mínútur oft á dag og jafnvel utan við hefðbundna áætlun myndi gerbreyta lífsgæðum okkar og tækifærum. Flöskuháls svona báta er í raun sá sami og núverandi Herjólfs.  Þar vísa ég til þess að þeir geta ekki siglt nema í 2,5 metra öldhæð.  Þá er náttúrulega ljóst að eftir því sem ölduhæð vex þá þarf að sigla tvíbytnu sem þessari mikið hægar en annars er.  Þannig er siglingahraðinn ekki nema 16 mílur þegar alda er milli 2 og 2,5 metrar eða rétt um helmingur af því sem er í sléttum sjó.  Sem sagt, já ég tel að farþegaferja á borð við þessa geti haft mikið að segja og sannarlega verið eitt af þeim púslum sem þarf til að fullgera það púsluspil sem samgöngur við Vestmannaeyjar eru og verða, segir Elliði að endingu.

Fleiri myndir frá ferðinni má sjá hér að neðan.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.