Fréttatilkynning:

Fiskveiðar, fjölbreyttar áskoranir

Bók um fiskveiðistjórnun kynnt í Einarsstofu á sjómannadaginn kl. 17.00

9.Júní'17 | 14:27
heimaey_ve

Heimaey VE á leið á miðin. Mynd/TMS.

Bókin Fiskveiðar, fjölbreyttar áskoranir sem færeyskur viðskiptafræðingur og sjávarútvegsráðgjafi, Óli Samró, gaf út í Færeyjum í fyrra um fiskveiðistjórnun víða um heim kemur út í íslenskri þýðingu á sjómannadaginn. 

Eina rit sinnar tegundar sem skrifað hefur verið, að því er best er vitað. Í tilefni af útgáfu hinnar nýju íslensku þýðingar mun höfundurinn Óli Samró, kynna bókina þann dag, sjómannadaginn 11. júní kl. 17 í Einarsstofu.  

Um er að ræða afar áhugaverðan og aðgengilegan texta um mál sem sífellt er umræðuefni og skoðanir skiptar um: sumir telja að kvótakerfi sé besta lausnin, aðrir vilja fiskidagakerfi. Deilt er um hvernig aflaheimildum er úthlutað; sumir vilja miða við aflareynslu en aðrir að aflaheimildir séu boðnar upp á almennum markaði … og svo framvegis! Óli hefur mikla alþjóðlega reynslu á þessu sviði og hefur víða farið, þekkir m.a. vel íslenskar aðstæður og umræður hér og ræðir þær í bók sinni. 

Bókin verður til sölu og kynningar í Einarsstofu í Safnahúsinu kl. 17 á sjálfan sjómannadaginn, sunnudaginn 11. júní.

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-