Umhverfis- og skipulagsráð:

Kynning á skipulagsmálum endurskoðuð

29.Maí'17 | 09:20
vestmbraut_63_b

Hér sést nýbygging á annari lóðinni sem rætt var um á fundi ráðsins.

Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs óskaði Georg Eiður Arnarson fulltrúi E-lista eftir umræðum um byggingarlóðir að Vestmannabraut 61-63b. Þá voru að beiðni formanns ráðsins lagðar fram skuggavarpsmyndir sem kynntar voru ráðinu.

Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs ítrekar að farið var eftir öllum þeim lögum og reglugerðum sem í gildi eru um þetta mál. Þá harmar meirihlutinn þá óánægju sem er vegna málsins og hefði gjarnan viljað að þær raddir hefðu komið fram þegar skipulagið var auglýst. Skuggavarpsmyndir sem kynntar voru ráðinu sýna að skuggavarp á umræddu svæði hefur hverfandi áhrif á nærliggjandi hús.

Meirihluti ráðsins felur starfsmönnum sviðsins að kanna hvort, og með hvaða hætti, hægt sé að fara aðrar leiðir en nú er gert í kynningu á skipulagsmálum í sveitarfélaginu.
 
Georg Eiður Arnarson óskaði að bókað yrði að hann samþykki ofangreinda bókun meirihlutans.

Hér að neðan má sjá þær skuggavarpsmyndir sem kynntar voru ráðinu.

1.júlí.kl.15

1. júlí kl.15.00

1.sept.kl.15

1. sept kl.15.00

1.april.kl.15

1. apríl kl.15.00

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is