Alfreð Alfreðsson skrifar:

Fundi er slitið

29.Maí'17 | 13:09

Ég fór á fund á miðvikudaginn var. Þar fékk ég fróðleik um híbríd ferju, hegðun sandkorna, þrengingar hafnarkjafts, krana á hafnargarða og dælubúnað sem festur er á þá.

Í upphafi var okkur sagt að það mætti ekki ræða neitt annað en það sem frummælendur hefðu fram að færa og þá bara spurja stuttra spurninga, alls ekki einhvers sem óþægilegt væri.

Fyrst var boðið upp á ávarp frá ráðherranum sem kom ekki. Það var flutt af tölvu. Þar fengum við að vita hvað það væri mikill sparnaður af því að nota hreina orku frá rafmagni sem búið er til í dísilvélum um borð í ferjunni og fækkun í áhöfn, sem heitir á mannamáli fækkun starfa í Eyjum. Í fyrstu var ráðherrann eðlilegur á sýningartjaldinu, en síðan gerðist eitthvað í upptökunni og ráðherrann varð grænn í framan eins og hann væri í koju á efstu hæð í flatbotna ferju í miðju norður Atlantshafi. Ég heyrði sannkristna borðfélaga mína draga andann á lofti, þeir hafa vafalaust spurt sig hvort þetta væri tákn þess sem koma skal. Þeir krossuðu sig alla vega vinstri hægri. Síðan breyttist litarhaft ráðherrans og hann varð blár í framan. Þá brosti Elliði sínu blíðasta.

Þá tók við myndasýning af væntanlegri ferju með stóra glugga siglandi í norskum firði. Fyrirlesarinn komst í alveg ljómandi í gegnum þetta, líklega kominn af námskeiði í málaskólanum Mími. Þarna fengum við m.a. að vita að ástæða þess að siglingarhraði ferjunnar er svona lítill er dýpt hafnarinnar. Skrúfurnar verða að vera svona litlar svo þær rekist ekki niður í sandinn og standi ekki upp úr sjónum. Jamm. Svo er hún svo einstaklega umhverfisvæn, híbríd með dísilvélum. Hún þarf víst ekki að stoppa nema hálftíma í hvorri höfn fyrir sig til að fá næga rafhleðslu. Sæluvíma hrýslaðist um skrokkinn. Ég man nefninlega eftir því þegar Ásarnir hjá Siglingastofnun sögðu okkur frá því að það yrði bara stoppað 15 mínútur í hvorri höfn fyrir sig, því ferjan væri svo frábærlega hönnuð að það væri hægt að ferma hana og afferma á þeim tíma, svo hægt væri að að ná 8 ferðum á dag. (Einstein hvað?) Og við Eyjamenn eigum að vera svo umhverfisvæn. Ég hló í huganum. Í dag notum við íslendinar bara 200 þúsund tonn af kolum í stóriðju, en eftir tvö ár verða þau 600 þúsund tonnin. Það er eins gott að einhver sýni fyrirhyggju. Það gerum við, jess. Á einhver meðalskynsamur maður að skilja þetta?

Sigurður Áss hélt erindi um stærðir sandkona, stefnur sjávarfalla og þrengingar í hafnarminni og sýndi fjölda línurita sem voru ótrúlega fín og enginn skyldi að vanda. Svo sýndi hann myndir af krönum á hafnargörðum, en á þá á að hengja dælur. Eins sýndi hann myndir af neðansjávarjarðýtum sem Simmi hafnarstjóri í Landeyjum átti að stýra eins og Dönitz kafbátunum í síðari heimstyrjöldinni. Deja vú, búinn að sjá þetta allt saman áður í hinum ýmsu litum regnbogans, en segir máltækið ekki að góð vísa sé aldrei of oft kveðin.

Fyrirspurnartíminn stóð í raun uppúr, og má þakka þeim sem stóðu upp fyrir málefnalegar fyrirpurnir, Halli Geir, takk, Stebbi, takk, Maggi, takk og reynar allir þið hinir sem voruð að horfa á sömu bíómyndina  í ég veit ekki hvaða skipti, en að vanda stóð Grímur Gíslason uppúr en hann minntist m.a. á það sem allir Eyjamenn kannast við, að lítið er að marka það sem frá Vegagerðinni og smíðanefndinni kemur. Sigurður Áss stökk upp á nef sér af bræði, en segir máltækið ekki sannleikanum verði hver sárreiðastur. Þó má hrósa Vegagerðinni fyrir eitt, það er að þegar þeir segja ósatt þá gefa þeir merki, merkið er að þeir opna munninn.

Núna þegar fundi er slitið og ég lít til baka verð ég að viðurkenna að mest fannst mér koma út úr því sem Addi Steini og Friðfinnur Skaftason höfðu til málanna að leggja.

 

Alfreð Alfreðsson

Íbúi í Vestmannaeyjum.

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.