Eimskip og ÍBV framlengja samning
1.Maí'17 | 21:30Eimskip og ÍBV-íþróttafélag hafa átt í góðu samstarfi í gegnum tíðina. Á því verður engin breyting því félögin undirrituðu samning á dögunum um áframhaldandi samstarf.
Í tilkynningu frá Eimskip segir að samningurinn sé víðtækur enda skiptir það félagið miklu máli að vera gildandi í samfélaginu í Eyjum þar sem starfsemi Eimskips er mikilvæg. Eimskip leggur áherslu á forvarnar- og unglingastarf í styrkveitingum sínum og endurspeglast það í þessu samstarfi.
Á myndinni sjást þau Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips og Íris Róbertsdóttir, formaður ÍBV handsala samninginn.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...