Ari Trausti Guðmundsson:

Spyr samgönguráðherra um rekstur innanlandsflugvalla

27.Febrúar'17 | 07:27

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri-grænna í Suðurkjördæmi spyr áfram um flugrekstur. Nú beinir hann spurningum sínum að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og spyr um rekstur innanlandsflugvalla. 

Líkt og Eyjar.net greindi frá um helgina fékk hann svör frá heilbrigðisráðherra varðandi kostnað við sjúkraflug,

Spurningar Ara Trausta nú, eru eftirfarandi: 

1. Til hvaða ráðstafana hyggst ráðherra grípa til að tryggja rekstur innanlandsflugvalla, viðhald þeirra og uppbyggingu í ljósi þess að fjárveitingar til innanlandsflugvalla voru skornar niður í fjárlögum fyrir árið 2017?

2. Hvenær má búast við ráðstöfunum ráðherra til að tryggja starfsemi innanlandsflugvalla og verður það áður en kemur til frekari uppsagna starfsfólks og skertrar þjónustu á flugvöllum sökum samdráttar í fjárveitingum?     

3. Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að gerður verði lengri þjónustusamningur við Isavia en nú er, t.d. til fimm ára í senn, þannig að unnt verði að gera haldbærar áætlanir um rekstur, viðhald og framkvæmdir vegna innanlandsflugs?

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...