Trausti Hjaltason skrifar:

Eyjar eru eftirsóknarverður staður fyrir fjölskyldufólk

Mikil áhersla á þjónustu við fjölskyldufólk

22.Desember'16 | 07:44

Eftir 6 ára setu í fræðsluráði hef ég nú söðlað um og flutt mig yfir í fjölskyldu- og tómstundarráð. Á þessum tíma frá 2010 hefur mjög margt komist í framkvæmd og breyst. 

Það sem er mér efst í huga er sú mikla áhersla sem lögð hefur verið á þjónustu við fjölskyldufólk og leiðir til að bæta lífsgæði í Eyjum.

Teknar upp heimagreiðslur

Teknar hafa verið upp heimagreiðslur til foreldra sem eru heima með börnin sín þar til þau fara á leikskóla. Einnig hefur verið bætt við inntökutímabili barna á leikskóla, þetta mál hefur mikið að segja fyrir foreldra og börn þeirra sem eru að byrja leikskólagöngu sína.

Niðurgreiðslur úr 18 mánaða niður í 9 mánaða

2010 miðuðust niðurgreiðslur til foreldra með börn sín hjá dagforeldrum við 18 mánuði í dag er miðað við 9 mánuði. Öll þessi þjónustuaukning hefur verið liður í því að gera Vestmannaeyjar að virkilega álitlegum kosti fyrir fjölskyldufólk til að búa á.

Inntaka fleiri leikskólabarna

Markmið Vestmannaeyjabæjar hefur verið að öll börn 18 mánaða og eldri standi til boða leikskólapláss frá og með 1. september ár hvert. Það markmið hefur náðst og vel það því börn sem urðu 18 mánaða eftir 1. september hafa komist inn í leikskóla eftir þennan tíma. Nú hefur verið gengið lengra og bætt hefur verið við leikskólarýmum til að getað tekið inn fleiri börn inn í leikskóla. Með þessari ákvörðun er hægt að taka inn fleiri börn í leikskóla og bæta við nýju inntökutímabili eftir áramótin við hið hefðbundna inntökutímabil.

Aukið samstarf milli skólastiga

Á þessum tíma hefur mér þótt samstarf milli skólastiga verið að eflast og tel ég að við þurfum að halda áfram á þeirri braut, í svona litlu samfélagi eins og við búum í eru mikil tækifæri fólgin í nálægðinni með samstarfi milli allra aðila. Einnig hefur mér þótt íbúar og foreldrar sýna náminu aukna virðingu og metnaður fyrir námi er að aukast. Einn liður í samþættingu milli skólastiga var að færa 5 ára deildina undir stjórn GRV núna í vetur. Það er skref sem ég tel vera hárrétt.

Íþróttaakademían sett á laggirnar

Eftir að íþróttaakademía GRV og ÍBV hóf göngu sína þá hefur mér þótt samstarfið milli skólans og íþróttafélaganna þróast til betri vegar. Það hjálpar einnig til að ÍBV og FÍV eru í sambærilegu samstarfi.

Góðar niðurstöður í samræmdum prófum

Leikskólarnir og GRV starfa nú samkvæmt markmiðum um sameiginlega framtíðarsýn í menntamálum  sem felur í sér  að leggja beri áherslu  á að efla  læsi og stærðfræði í skólastarfi. Góðar niðurstöður í samræmdum prófum í stærðfræði í 4. og 7. bekk sýna að GRV er töluvert fyrir ofan landsmeðaltal. Hægt er að greina framfarir frá því 7. bekkur tók samræmd próf í 4. bekk bæði í íslensku og stærðfræði. Þessar jákvæðu niðurstöður gefa ákveðna vísbendingu um að við séum á réttri leið.

Frekari möguleiki til sóknar

 Það hefur líka verið gaman að sjá hvernig fyrirtækin og félagasamtök hér í bæ hafa tekið virkan þátt í því að styðja við bakið á skólastarfinu. Með nýju námi í Haftengdri nýsköpun á háskólastigi var stigið stórt skref í rétta átt og eru mörg öflug fyrirtæki hér í bæ að vinna náið með Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri í því sambandi.  Einnig má nefna að nýverið fór Fab Lab smiðjan fór upp í Framhaldsskóla og þar er bæði FÍV og GRV að notfæra sér smiðjuna. Tækifærin til sóknar í fræðslumálum í Vestmannaeyjum eru því til staðar og það er okkar í samfélaginu að nýta okkur styrkleika okkar til enn betri vegar.

Frístundstyrkur

Einn liður í því að auka enn frekar við þjónustu við barnafjölskyldur er upptaka frístundstyrks nú um áramót. Frístundastyrkurinn verður í boði fyrir öll börn á aldrinum 6-16 ára og verður 25.000 kr á barn. Hægt er að nota styrkinn i allar viðurkenndar íþróttir- og tómstundir hér í bæ.

Lítum á stóru myndina

Eins og sjá má að ofangreindu hefur verið lögð mikil áhersla á aukna þjónustu og þar með að gera Vestmannaeyjabæ að sem álitlegustum kosti fyrir barnafjölskyldur. Eflaust er hægt að týna til fleiri atriði líkt og að það sé frítt í sund fyrir börn, góð íþróttaaðstaða o.s. frv. Einnig væri eflaust hægt að finna atriði þar sem við erum ekki að standast samanburð. En ef við lítum yfir stóra sviðið þá held ég að það sé hægt að segja að þjónustustigið sé hátt og að hér sé barnvænt samfélag sem eftirsóknarvert er að búa í.

 

Hátíðarkveðjur,

Trausti Hjaltason

Bæjarfulltrúi.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).