Vestmannaeyjabær:

Þar sem hjartað slær, í skipulagsmálum

Hátt í 90.000 m2 byggðir á 12 árum

16.Nóvember'16 | 10:37

Á Íslandi hagar svo sérkennilega til að næststærsti byggðarkjarni utan höfuðborgarsvæðisins er á lítilli eyju, eingöngu 12 ferkílómetrar að stærð.  Að vinna að skipulagi fyrir 4300 íbúa þar sem atvinnulífið er í senn öflugt og vaxandi getur verið flókið.  

Samhliða þarf að gæta að því að kröfur samtíðar fái notið sín um leið og virðing er borin fyrir sögunni og náttúrunni. 

Vestmannaeyjar eru náttúruperla og þær ber að umgangast með varförnum hætti.  Gæta þarf að jafnvægi milli þess að nýta, njóta og vernda.  Virðingin fyrir því sem gamalt er þarf að vera í hávegum höfð en má ekki hindra framþróun og velferð atvinnulífs og íbúa.

 

Hátt í 90 þúsund fermetrar á 12 árum

Á seinustu árum hefur verið gríðalegur vöxtur og taka hefur þurft vandasamar ákvarðanir um skipulagsmál.  Samþykkt byggingaráform  byggingarnefndar frá 1 jan. 2004 til 1. nóv. 2016 nema hvorki meira né minna en 89.325 m2.   

 

 

 

Ferðaþjónusta breytir kröfunum

Þessi mikla uppbygging hefur átt sér stað á sama tíma og ferðamönnum hefur fjölgað mikið og ekki þarf að fjölyrða um hversu mikið átak það í raun er að breyta svæði sem ætlað er fyrir iðnað svo sem fiskvinnslu yfir í falleg opin svæði fyrir atvinnugrein eins og ferðaþjónustu sem er afar viðkvæm fyrir öllu sem lýtur að snyrtimennsku og útliti. 

 

 

 

Vel hefur tekist til

Með allri sanngirni er ekki hægt annað en að segja að mjög vel hafi til tekist þegar kemur að skipulagsmálum þótt vissulega sé enn mikið verk að vinna.  

 

Stórmarkaður í miðbænum

Að koma stórverslun eins og Bónus fyrir á miðbæjarsvæði svo vel fari var flókið verkefni sem tókst afar vel. 

Iðandi mannlífstorg

Að breyta kerru og bátageymslu í iðandi mannlífstorg var verðugt verkefni en með samtilltu átaki tókst að skapa óviðjafnalega aðkomu að fallegum miðbæ. 

 

Úr niðurnýddu fiskvinnsluhúsi í umgjörð þekkingar

Að fara í fasteignaþróun þar sem 4000 m2 niðurnýddu fiskvinnsluhúsi er fundið nýtt hlutverk sem styður við framþróun nýsköpunar og þekkingar var verkefni sem margir fundu allt til foráttu.  Fáir efast um þá ákvörðun í dag. 

 

Fjöldi innlendra og erlendra viðurkenninga

Að koma upp öflugu ferða- og byggðarsögulegu safni á borð við Eldheima í jaðri Eldfellsins var umdeilt.  Í dag má þar finna safn sem nýtur virðingar bæði heimamanna og gesta.  Safn sem er margrómað fyrir stórkostlega sýningu í byggingu sem hlotið hefur fjöldann allan af innlendum sem erlendum viðurkenningum. 

 
 

 

Lifandi og fallegur miðbær

Að byggja upp lifandi og fallegan miðbæ sem styður við verslun og þjónustu var mikið verkefni.  Þar tóku sig saman öflugir einkaaðilar með trú á framtíð Vestmannaeyja og bæjarfélag sem hefur framtíðarsýn hvað miðbæjarlíf varðar.  Fá bæjarfélög eiga í dag jafn öfuglan miðbæ og Vestmannaeyjar. 

Yfir 33 þúsund fermetrar á 5 árum á hafnarsvæðinu

Að koma 33.000 m2 fyrir á hafnarsvæðinu á 5 árum var flókið.  Það tókst samt með ágætum þannig að eftir standa öflugri fyrirtæki sem treysta byggð á eyjunni okkar. 

Skipulagsmál eru ætíð flókin og þau umdeild.  Slíkt á ekki hvað síst við á lítilli eyju þar sem íbúar hugsa stórt.  Við Eyjamenn megum vera stolt af því hvernig til hefur tekist.  

Við megum vera stolt af því að hjartað í Vestmannaeyjum slær í skipulagsmálum.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).