Vestmannaeyjabær:

Þar sem hjartað slær, fyrir börnin

8.Nóvember'16 | 10:56

Fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins. Vestmannaeyjabær leggur áherslu á að á hverjum tíma sé velferð fjölskyldunnar höfð að leiðarljósi í þjónustu við bæjarbúa og leitar stöðug leiða til að bæta þjónustuna og tryggja ný þjónustuúrræði. 

Eigi einangrað Eyjasamfélag að lifa af samkeppni við stærri samfélög þarf það einfaldlega að skapa góðan stað fyrir íbúa. Það er sérstaklega mikilvægt að samfélagið hlúi vel að börnum og skapi þeim þroskavænleg skilyrði.

Í Vestmannaeyjum hefur í gegnum tíðina verið lögð rík áhersla á að skapa einstaklingnum bestu mögulegu skilyrði svo hann geti vaxið, þroskast og notið hæfileika sinna, sjálfum sér og öðrum til góðs og samfélaginu til framfara. Vestmannaeyjabær lítur svo á að gæði samfélagsins felist að miklu leyti í möguleikum barna til að njóta samverustunda innan og utan heimilisins og skapa þeim þroskavænlegt umhverfi. Með því að búa börnum okkar öruggt og heilbrigt umhverfi leggjum við grunninn að jákvæðu og tryggu samfélagi sem okkur líður vel í.

Með sterkan rekstur að vopni hefur verið hægt að auka mjög alla þjónustu við börn og barnafólk á yfirstandandi ár.

• *Þjónusta dagforeldra niðurgreidd frá 9 mánaða aldri
Þar sem íslenska ríkið hefur ekki staðið við boðuð loforð um lengingu fæðingarorlofs í 12 mánuði eða ráðist í aðgerðir til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóladvalar hefur Vestmannaeyjabær þegar hafið niðurgreiðslu þjónustu dagforeldra við 9 mánaða aldur.

• *Heimagreiðslur til foreldra sem nýta sér ekki þjónustu dagforeldra frá því að börn þeirra verða 9 mánaða og þar til þeim stendur til boða leikskólapláss.
Í Vestmannaeyjum er það val foreldra hvort þeir velja heldur að þiggja heimagreiðslur og dvelja lengur heima hjá börnum sínum eða nota niðurgreidda þjónustu dagmæðra. Þess vegna hefur sveitarfélagið tekið upp heimagreiðslur frá 9 mánaða aldri og til þess tíma þar sem barnið hefur leikskólagöngu.

• *Tugum leikskólaplássum bætt við á leikskóla bæjarfélagsins.
Til að mæta þörfum barna og foreldrumþeirra hefur Vestmannaeyjabær bætt við tugum leikskólaplássa til viðbótar. Með því móti var elstu börnum sem nýttu þjónustu dagforeldra boðið leikskólapláss og þannig einnig skapað svigrúm hjá dagforeldrum að taka á móti yngri börnum.

• *Opnun nýrrar leikskóladeildar
Stefna Vestmannaeyjabæjar er að öllum börnum 18 mánaða og eldri standi til boða leikskólapláss frá og með 1. september ár hvert. Sú ákvörðun að bæta tafarlaust við 15 til 20 leikskólaplássum tryggir að lengra verði gengið. Eftir sem áður liggur fyrir að það úrræði dugar ekki nema fram að næstu áramótum, þá fer á ný að safnast upp biðlisti ef ekkert verður að gert. Með það í huga samþykkir bæjarstjórn að opna nýja leikskóladeild um næstu áramót. Með rekstri hennar vill bæjarstjórn stefna að því að inntaka barna á leikskóla verði oftar en nú er.

• *Grunnskóla Vestmannaeyja tryggt viðbótarframlag vegna framtíðarsýnar í menntamálum
Á undanförnum misserum hefur GRV verið að innleiða framtíðarsýn í menntamálum með áherslu á bættan árangur nemenda í lestri og stærðfræði. Með það að leiðarljósi var í vor samþykkt að gera ráð fyrir sérstöku 2 milljóna króna viðbótarframlagi vegna þessa á næsta skólaári.

• *Þjónusta frístundaheimilis verði veitt fram á sumar.
Frístundaheimili er starfrækt af Vestmannaeyjabæ og á seinustu árum hefur það verið rekið í Þórsheimilinu. Hingað til hefur þessi þjónusta einungis verið veitt á veturna og skapar það oft röskun á högum barnsins og foreldrum þeirra þegar frístundaheimilið lokar. Til að auka þjónustu við þennan aldurshóp hefur nú verið gert ráð fyrir að þjónusta frístundaheimilis verði einnig veitt fram á sumar.

• *Niðurgreiðsla á íþrótta- og tómstundaiðkun barna á aldrinum 6 til 16 ára
Til að styðja við og hvetja til þátttöku barna í skipulögðu tómstundastarfi hefur Vestmannaeyjabær ákveðið að taka upp svokölluð frístundakort þar sem börnum á aldrinum 6 til 16 ára er lagður til styrkur til að mæta kostnaði við íþrótta- og tómstundaiðkun. Slíkir styrkir verða veittir frá 1. janúar 2017 að upphæð 25.000 krónur fyrir hvert barn teknir upp.

Með ofangreindum aðgerðum ætlar Vestmannaeyjabær að skipa sér fastar í raðir þeirra sveitarfélaga sem eru í forystu hvað varðar þjónustu við íbúa.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).