Alþingiskosningar 2016:

Lokatölur úr Suðurkjördæmi

30.Október'16 | 10:21
kosningar_16_kaka

Skjáskot/ruv.is.

Fjórir af tíu þingmönnum Suðurkjördæmis koma úr röðum Sjálfstæðisflokksins. Talningu lauk í kjördæminu nú á áttunda tímanum og var kjörsókn um 78,5 prósent. 

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 31,5 prósent atkvæða, Framsóknarflokkurinn hlaut rúm 19 prósent og tvo þingmenn, Píratar fengu 12,8 prósent og einn þingmann eins og Viðreisn sem hlaut 7,3 prósent atkvæða. Formaður Samfylkingar hlýtur jöfnunarþingsætið í kjördæminu en flokkurinn hlaut 6,4 prósenta fylgi.

Þingmenn Suðurkjördæmis á komandi þingi eru eftirfarandi:

1. Páll Magnússon, Sjálfstæðisflokkur
2. Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokkur
3. Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokkur
4. Smári McCarthy, Píratar
5. Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokkur
6. Ari Trausti Guðmundsson, Vinstri græn
7. Silja Dögg Gunnarsdóttir, Framsóknarflokkur
8. Unnur Brá Konráðsdóttir, Sjálfstæðisflokkur
9. Jóna Sólveig Elínardóttir, Viðreisn

Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, hlýtur jöfnunarþingsætið í kjördæminu.

 

Ruv.is greindi frá.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.