Vinnslustöðin 70 ára

Ný uppsjávarvinnsla vígð

- sjáðu myndir og myndband frá gærdeginum

16.Október'16 | 09:00

Í gær var vígð uppsjávarvinnsla Vinnslustöðvarinnar. Guðmundur Örn Gunnarsson stjórnarformaður VSV bauð fólk velkomið og fór yfir uppbyggingu Vinnslustöðvarinnar. Uppsjávarvinnsla VSV er sú fyrsta á Íslandi þar sem notuð er blástursfrysting en ekki plötufrysting. 

Upphaflega ætlaði VSV að fara þessa hefðbundnu leið en fóru þá annars vegar að líta til Noregs, þar sem flestar uppsjávarvinnslur nota blástursfrystingu og hins vegar að líta til markaða í Asíu sem vilja frekar heilfrystan fisk úr blástursfrystingu og borga þá líka hærra verð fyrir vöruna.

Afkastar um 420 tonn á sólarhring

Þetta varð sum sé niðurstaðan og er afkastageta nýju vinnslunnar um 420 tonn á sólarhring en áður var afkastageta VSV um 250 tonn. Um 15 starfsmenn verða að jafnaði á vakt og fjárfestingin er upp á um 1,3 milljarð króna, sem er auðvitað mikið fjármagn en mun ódýrari lausn en ef byggt hefði verið hús með plötufrystingu. Enn ein breytingin er sú að í nýja húsinu er fryst í 20 kg öskjur en í 10 til 12 kg öskjur áður.

Framkvæmdirnar og framleiðsluferlið á myndbandi

Kynningarmynd um framkvæmdir og framleiðsluferli nýrrar uppsjávarvinnslu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum má sjá hér að neðan. Myndin var frumsýnd í einum af frystiklefum vinnslunnar við formlega opnun hennar í gær - þar sem einnig var fagnað 70 ára afmæli fyrirtækisins. Það var Sigva-media sem framleiddi myndina.

Fleiri myndir frá gærdeginum má sjá hér

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).