Ísfélagið framleiðir kon­ung­legt fiski­mjöl

12.Október'16 | 06:45

Ný­verið hófu Ísfé­lag Vest­manna­eyja, skoska lax­eld­is­fyr­ir­tækið Loch Duart og alþjóðlega laxa­fóður­fyr­ir­tækið Ewos sam­starf um fram­leiðslu á hágæðafiski­mjöli.

For­saga máls­ins er sú að Loch Duart, sem kaup­ir fóður í sitt lax­eldi frá Ewos, vildi fóður með háu hlut­falli af fiski­mjöli til að há­marka gæði og nær­ing­ar­inni­hald til síns lax­eld­is. Frá þessu er greint á 200 mílum, sjávarútvegsvef Morgunblaðsins.

Skil­yrði að mjölið kæmi úr fiski til mann­eld­is

Eitt af þeim skil­yrðum sem Loch Duart taldi mik­il­vægt var að í fóðrinu væri mjöl úr fiski sem áður hefði verið flokkaður og nýtt­ur til mann­eld­is, eins og til dæm­is hrat út loðnu­hrogna­vinnslu.

Laxa­fóður­fyr­ir­tækið Ewos, sem sé leitaði þá til Ísfé­lags­ins í Vest­manna­eyj­um. Fé­lög­in tvö hafa átt í viðskipta­sam­bandi und­an­far­in ár og taldi Ewos Ísfé­lagið upp­fylla all­ar þær kröf­ur sem Loch Duart hafði sett í leit sinni að hágæðafóðri í sitt lax­eldi. Auk þess að fram­leiða loðnu­hrogn og nýta hratið sem til fell­ur til fiski­mjöls­fram­leiðslu er Ísfé­lagið enda með 20% loðnu­kvót­ans hér­lend­is.

Lax frá Loch Duart í brúðkaupi bresku kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar

Eft­ir að fyr­ir­svars­menn fé­lag­anna þriggja höfðu hand­salað heiðurs­manna­sam­komu­lag um sam­vinnu að þessu verk­efni var ákveðið að mjölið yrði nefnt Royalmjöl (e: Royal Fis­h­meal). Kom það til af þeim sök­um að í brúðkaupi Vil­hjálms Bretaprins og Kate Middlet­on vorið 2011 var lax frá Loch Duart á boðstól­um fyr­ir brúðkaups­gesti.

„Mjölið úr Eyj­um orðið kónga­fæði“

Páll Scheving, fram­leiðslu­stjóri ÍV, sagði í sam­tali við 200 míl­ur: „Það sem gleður okk­ur hjá Ísfé­lag­inu sér­stak­lega varðandi þetta til­tekna verk­efni er að vera kom­in nær hinum eig­in­legu neyt­end­um í þess­ari virðiskeðju og nær lax­eld­inu. Þar er nú hreint ekki verra að fram­leiðsluaðil­inn skuli vera Loch Duart, sem fram­leiðir hágæðalax og ein­hvern sá besta í ver­öld­inni allri. Þeir telja okk­ur geta upp­fyllt all­ar þeirra ýtr­ustu gæðakröf­ur og við erum stolt af því að standa und­ir slík­um kröf­um þar sem þær eru rík­ast­ar. Menn hafa það á orði að núorðið er mjölið héðan úr verk­smiðjunni í Vest­manna­eyj­um orðið kónga­fæði,“ seg­ir Páll Scheving að lok­um og hlær.

 

Nánari umfjöllun má sjá hér.

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is