Hafrannsóknastofnun

Leggja til að ekki verði stundaðar loðnuveiðar á næstu vertíð

Loðnustofninn mælist lítill

11.Október'16 | 19:51

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson hefur verið við mælingar á stærð loðnustofnsins.

Bergmálsmælingar á stærð loðnustofnsins fóru fram á rannsóknaskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundsyni dagana 9. september – 5. október. 

Rannsóknasvæðið náði frá landgrunninu við Austur Grænland frá um 73°15’N og suðvestur með landgrunnskanti Grænlands að 63° 30’N, en auk þess til Grænlandssunds, Íslandshafs og Norðurmiða.

Ungloðna

Ungloðna, sem myndar hrygningar- og veiðistofninn á vertíðinni 2017/2018, var vestast og sunnan til á svæðinu. Magn ungloðnu var víðast hvar mjög lítið og ekkert fannst úti fyrir Norðurlandi. Einungis mældust rúmlega 9 milljarðar eða 88 þúsund tonn. Því benda niðurstöður leiðangursins til þess að árgangur 2015 sé mjög lítill. Samkvæmt aflareglu þarf fjöldinn að vera yfir 50 milljörðum til að hægt sé að mæla með upphafsaflamarki fyrir vertíðina 2017/2018.

Fullorðin loðna

Fullorðin loðna fannst víða í köntum og á landgrunni við Austur Grænland, í Grænlandssundi að landgrunnsbrúninni út af Vestfjörðum, en engin loðna fannst með landgrunnsbrún norðan Íslands. Lóðningar voru einnig yfirleitt mjög gisnar og einungis mældust 137 þúsund tonn af kynþroska loðnu. Eins og kunnugt er bentu mælingar á ungloðnu haustið 2015 til þess að veiðistofninn á komandi vertíð yrði lítill og í samræmi við samþykkta aflareglu var ákveðið að engar veiðar yrðu stundaðar nema mælingar haustsins 2016 gæfu tilefni til endurskoðunar. Mælingar undanfarinna vikna á stærð loðnustofnsins staðfesta þær vísbendingar.

Gildandi aflaregla byggir á því að skilja eftir 150 þúsund tonn til hrygningar í mars 2017 með 95% líkum. Tekur aflareglan tillit til óvissumats útreikninganna, vaxtar og náttúrulegrar dánartölu loðnu, auk afrán þorsks, ýsu og ufsa á loðnu. Í samræmi við ofangreinda aflareglu ráðleggur Hafrannsóknastofnun að engar loðnuveiðar verði stundaðar á vertíðinni 2016/2017.

Hafrannsóknastofnun mun að vanda mæla veiðistofn loðnu að nýju í janúar/febrúar 2017 og í ljósi þeirra mælinga endurskoða ráðgjöfina, segir í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.