Kiwanis gefur göngugrind til HSU
4.Október'16 | 11:06Síðastliðinn föstudag afhenti Kiwanisklúbburinn Helgafell gjöf til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum. Um er að ræða fullkomna Gate göngugrind að verðmæti 436.846,- kr.
Göngugrind þessi er mjög þægileg í meðförum að sögn Örnu Huldar Sigurðardóttur, deildarstjóra á sjúkradeild HSU, en þar hefur grindin verið í notkun í nokkrar vikur og hefur nú þegar sannað gildi sitt.
Arna Huld vildi fyrir hönd sjúkrahússins koma á framfæri kæru þakklæti til Kiwanismanna fyrir þessa veglegu gjöf.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.