Alfreð og Jeffs sagðir stýra ÍBV áfram

31.Ágúst'16 | 14:18
Ian_Jeffs

Ian Jeffs

Vefurinn Fótbolti.net segist hafa heimildir fyrir því að allt bendi til þess að Alfreð Elías Jóhannsson og Ian Jeffs muni stýra ÍBV áfram út tímabilið. Bjarni Jóhannsson hætti sem kunnugt er óvænt sem þjálfari ÍBV um þarsíðustu helgi.

Alfreð Elías Jóhannsson og Ian Jeffs tóku tímabundið við liðinu og stýrðu því í 2-1 tapi gegn Víkingi R. um síðustu helgi og í 1-1 jafntefli gegn Þrótti R. á sunnudaginn. Eyjamenn höfðu greint frá því að þjálfaramálin myndu liggja fyrir í vikunni og samkvæmt heimildum Fótbolta.net verður lendingin sú að Alfreð og Jeffs klári tímabilið.

Alfreð var áður aðstoðarþjálfari ÍBV en hann þjálfar 2. flokk karla hjá félaginu. Jeffs er leikmaður ÍBV en hann þjálfar einnig meistaraflokk kvenna.

ÍBV er í 10. sæti í Pepsi-deild karla með 18 stig, fjórum stigum frá fallsvæðinu þegar fimm umferðir eru eftir.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.