Fagleg úttekt rædd í fræðsluráði

Stjórnendateymi GRV endurskoðað

Með það fyrir augum að skýra betur ábyrgðarsvið stjórnenda

20.Júlí'16 | 06:32

Fagleg úttekt á stöðu GRV á samræmdum prófum var til umræðu á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyjabæjar nú í byrjun vikunnar. Þar var minnisblað stýrihóps lagt fram. Verkefni stýrihópsins var að fylgja eftir þeim verkefnum sem voru listuð upp í skýrslu Ráðríks.

Fyrsta verkefnið sem stýrihópurinn einbeitti sér að var ábending sem snýr að stjórnun skólans. Í skýrslunni segir. "Endurskoða stjórnendateymi með það fyrir augum að skýra betur ábyrgðarsvið stjórnenda."

Tekið skal fram að önnur atriði sem eru til umfjöllunar í skýrslu Ráðríks verða tekin upp á næsta skólaári af stýrihópnum og verða til umfjöllunar þá.

Stýrihópurinn hefur fundað einslega með skólastjóra, aðstoðarskjólastjórum og deildarstjórum. Einnig var fundað einslega með fimm kennurum, framkvæmdastjóra fræðslusviðs og fræðslufulltrúa. Í kjölfarið var fundað með skólastjóra Víkurinnar og síðan öllum starfsmönnum Víkurinnar. Stýrihópurinn hefur síðan átt nokkra fundi sín á milli.

Í vinnu stýrihópsins komu fjölmargar gagnlegar ábendingar frá stjórnendum, kennurum og starfsmönnum fræðsluskrifstofu. Ítrekað kom fram að mikilvægt væri að halda stöðugleika í stjórnendateyminu og að starfsfólk fái sem skýrust skilaboð varðandi verkaskiptingu milli stjórnenda. Kallað var eftir meiri faglegri endurgjöf og kom fram sú ábending að stjórnendur móti sér stefnu til 2-3 ára hvað þetta varðar og þá væri hægt að nota áfram örnámskeiðin sem hafa gefist vel, fyrirlestra, nýta betur kennsluráðgjafann, samkennslu og kennarar fylgist með kennslu hjá hvor öðrum og gefi ráð. Starfsmenn skólans voru almennt á sömu línu og til að draga saman helstu niðurstöður viðtalanna og ábendingum úr skýrslu Ráðríks hvað stjórnunarþáttinn varðar þá eru þær helstu þessar:

- Móta stefnu varðandi faglega endurgjöf til kennara. Lagt er til að skólastjóri fylgi því eftir að slík stefna verði formlega sett.
- Stjórnendur GRV skýri ábyrgðar- og verksvið hvers stjórnanda í byrjun annar fyrir starfsfólki sínu. Lagt til að skólastjóri fylgi því eftir.
- Skipa faghóp þvert á skólastig í kjarnagreinum. Lagt er til að framkvæmdarstjóri fræðslusviðs leiti til stjórnenda allra skólastiga og hvetji til slíks samráðs milli kennara í kjarnagreinum.
- Halda reglulega fundi stjórnenda GRV með framkvæmdarstjóra og kennsluráðgjafa einu sinni í mánuði eða eftir þörfum. Lagt er til að bæjarstjóri og formaður fræðsluráð sitja slíkan fund einu sinni á önn. Lagt er til að framkvæmdarstjóri í samstarfi við viðeigandi aðila fylgi þessu eftir í sameiningu.
- GRV vinni markvisst að innra mati og fylgi því eftir í samræmi við ábendingar Ráðríks. Slík vinna er farin af stað hjá stjórnendum GRV og er lagt til að skólastjóri fylgi því áfram eftir.
- Kynna niðurstöður skólapúlsins fyrir hagsmunaðilum og vinna markvisst úr þeim og nýta til úrbóta á skólastarfi. Mikið af gagnlegum upplýsingum koma fram í skólapúlsinum ár hvert og telur stýrihópurinn vera sóknarfæri í því að birta helstu upplýsingar þeim aðilum sem við á hverju sinni. T.d. á heimasíðu skólans og eða með kynningum í fræðsluráði, nemendaráði, foreldrafélagi og meðal kennara. Einnig þarf að skoða hvort að ekki megi afmarka betur skólapúlsinn í takt við stærð og stefnu skólans.
- Í vinnu stýrihópsins kom einnig fram að það væri sóknarfæri í því að færa 5 ára deildina undir stjórn GRV til að auðvelda enn frekar allt samstarf milli stofnanna. Stýrihópurinn tekur undir þau sjónarmið og leggur til að sú hugmynd verði rædd í fræðsluráði og tekin formleg afstaða til hennar.

Fræðsluráð mun áfram fylgjast með framgangi mála og að ári liðnu taka aftur upp þær ábendingar og niðurstöður sem stýrihópurinn lagði fram hér að ofan og setja þær á dagskrá ráðsins. Minnisblað sem hér var lagt fram verður skjalað hjá fræðsluskrifstofu í því skyni.

Fræðsluráð þakkar öllum sem komið hafa að þessari miklu vinnu fyrir samstarfið og bindur miklar vonir við að áfram verði gott samstarf um að vinna að því að gera góðan skóla enn betri. Næst mun stýrihópurinn koma saman í byrjun haustannar og fjallar þá áfram um þau atriði sem honum var falið að fjalla um, saegir í fundargerð fræðsluráðs.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).