Fréttatilkynning:

Tónleikar á Háaloftinu,fimmtudag fyrir Goslok

Sjóðandi heit kántrýsveit, Axel O & CO halda tónleika á Háaloftinu.

24.Júní'16 | 08:03

Axel O & Co er hljómsveit sem hóf störf fyrir um ári síðan.  Forsprakkinn og söngvari hljómsveitarinnar er Axel Ómarsson sem ólst upp á sínum yngri árum í vöggu Country tónlistarinnar í Texas og Oklahoma í Bandaríkjunum. 

Þar lærði Axel að meta Country tónlist og tók þann áhuga með sér þegar hann flutti aftur til Íslands.  Axel kom með Texas hreiminn inn í íslenskt tónlistarlíf sem heillað hefur Country áhugafólk að undanförnu.  Meðlimir Axel O & Co eru valinkunnir tónlistarmenn úr íslensku tónlistarlífi og hafa hver um sig gert garðinn frægan með fjölda hljómsveita og í raun má segja að Axel O & Co sé sannkölluð súpergrúppa.  Hljómsveitina skipa þeir Magnús Kjartansson (Júdas, Trúbrot, Brimkló, Brunaliðið, HLH og Sléttuúlfarnir) ,  Sigurgeir Sigmundsson (Start, Gildran, Tyrkja Gudda), Jóhann Ásmundsson (Mezzoforte, Stjórnin, Heart2Heart), og Sigfús Óttarsson (Rikshaw, Jagúar, Mannakorn, Stjórnin og Strax, Dali).  Fyrir utan að spila með öllum þessum vinsælu og flottu hljómsveitum, hafa þeir spilað inn á ótrúlegan fjölda hljómplatna í gegnum tíðina, enda hér á ferð hreint frábærir hljóðfæraleikarar.

Axel O & Co gáfu út sitt fyrsta lag, “Country Man” í ágúst 2015 og það lag rataði inn á ýmsa vinsældarlista á útvarpsstöðvum erlendis, í Bandaríkjunum og víðar. Lagið skipaði t.d. fyrsta sæti á Country Lista í London í tvær vikur.  Nú hefur hljómsveitin gefið út sinn fyrsta disk sem inniheldur 10 frumsamin lög.

Við lofum frábærum tónleikum, kántrýtónleikum af dýrustu sort, á Háaloftinu fimmtudagskvöldið 30.júní. 

 

Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 og húsið opnar klukkan 21.00.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).