Friðlýsing sjófugla:

Hlunnindin eru Vestmannaeyjabæjar

og úthlutar bæjarstjórn þeim áfram - óháð friðlýsingunni.

1.Júní'16 | 08:15

Í síðustu viku var samþykkt í bæjarstjórn að friðlýsa skuli sjófugla við Vestmannaeyjar. Eyþór Harðarson formaður Bjargveiðifélagsins gagnrýndi vinnubrögðin harðlega og sagði þessa ákvörðun væri eins og köld vatnsgusa í andlit bjargveiðimanna. Eyjar.net ræddi málið við Pál Marvin Jónsson formann bæjarráðs.

Aðspurður segir Páll að friðlýsingin hafi ekkert að gera með nýtingu hlunninda á Friðlandinu. Villidýralögin eru þar í gildi og hefur friðlýsingin engin áhrif þar á. Hvað varðar veiðar þá er stuðst við Villidýralögin og það sem þar stendur. Lundaveiðin og eggjataka í Vestmannaeyjum falla undir 20 greinina þar sem fjallað er um nýtingu hlunninda, en þar segir:

„Á takmörkuðum svæðum, þar sem eggja- eða ungataka súlu, dílaskarfs, toppskarfs, fýls, skúms, hvítmáfs, ritu, álku, langvíu, stuttnefju, teistu og lunda telst til hefðbundinna hlunninda, skulu friðunarákvæði laga þessara ekki vera til fyrirstöðu því að nytja megi þau hlunnindi eftirleiðis.
Á takmörkuðum svæðum, þar sem veiði fullvaxinna lunda, álku, langvíu og stuttnefju í háf telst til hlunninda, skulu friðunarákvæði laga þessara ekki vera til fyrirstöðu því að nytja megi þau hlunnindi eftirleiðis. Veiðar þessar hefjist ekki fyrr en 1. júlí og ljúki eigi síðar en 15. ágúst.“

 

Friðlýsingin tekur engan vegin yfir þetta, ath. þó svo að Umhverfisstofnun hafi umsjón með friðlandinu. Hlunnindin eru Vestmannaeyjabæjar og úthlutar bæjarstjórn þeim áfram eftir að Umhverfis- og skipulagsráð hefur fjallað um málið, óháð friðlýsingunni.

Eru einhverjir fjármunir að koma til Eyja vegna þessa, ef svo er - hver fær það fjármagn og hversu mikið?

Hvað varðar fjármagnið, þá var búið að kynna friðlýsinguna fyrir bæjarbúum og bjargveiðifélaginu fyrir all nokkru síðan, líklega 2012 (ef ég man rétt), og í raun flest allir sem komu að málinu þá orðnir sáttir við friðlýsinguna. Það strandaði hinsvegar á bæjarstjórn þar sem að okkur þótti óeðlilegt að friða björgin án þess að eitthvað fjármagn fylgdi með til þess að hægt væri að fylgjast með framvindu friðlandsins. Í kjölfarið slitnaði upp úr viðræðunum við Umhverfisráðuneytið og málið lág niðri þar til það var tekið upp aftur nú.

Það sem breyst hefur á þessum tíma er jú að Umhverfisstofnun hefur í dag starfsmann í Vestmannaeyjum í heilsárs stöðu sem hefur m.a. umsjón mið friðlandinu Surtsey og mun sami starfsmaður hafa umsjón með þessu friðlandi. Jafnframt mun Náttúrustofa Suðurlands fá aukið fjármagn til að fylgjast með framvindu þeirra sjófuglastofna sem verpa í friðlandinu.

Telur þú að það sé nægjanlega langt gengið með friðlýsingu þessari?

Já ég held að svo sé. Ég veit að Eyjamenn og bjargveiðimenn sérstaklega ganga vel um þessa mikilvægu auðlind og friðlýsingin í raun undirstrikar vilja okkar í nýta auðlindina á sjálfbæran hátt og að uppbygging og viðhald mannvirkja á friðlandinu verður framkvæmd með tilliti til þess.

Hitt er annað mál að lundinn er kominn á válista og ef að við heimamenn viljum halda þessum hlunnindum þá tel ég að friðlýsingin mun hjálpa okkur í málstaðnum um að halda þeim rétti, segir Páll Marvin í samtali við Eyjar.net.

 

Hér má skoða friðlýsinguna.

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...