Georg Eiður Arnarson skrifar:
Áskorun á rekstraraðila Herjólfs
14.Maí'16 | 21:38Það hafa óvenju margir komið á máli við mig að undanförnu og kvartað sáran yfir fargjöldum með Herjólfi. Þetta hefur lengi verið mál sem hefur verið á milli tannanna á Eyjamönnum og það er ósköp skiljanlegt, vegna þess að fargjöldin eru allt of há og í engu samræmi við vegalengdina sem farin er.
Það ganga nú orðið sögur út um allan bæ að það sé bullandi hagnaður á rekstri Herjólfs og að greiðslurnar frá ríkinu, fari beint í vasa rekstraraðila. Ekki veit ég, hvort þetta er satt, en ég skora hér með á rekstraraðila Herjólfs að birta ársuppgjör nokkur ár aftur í tímann, og þá um leið hvort og þá hversu mikill hagnaður er af rekstrinum og um leið, hversu hátt hlutfall af hagnaðinum kemur frá ríkinu (ef það er hagnaður).
Miðað við fjölgun farþega og lækkun olíukostnaðar síðustu ár, þá hlýtur reksturinn að hafa lagast mikið síðustu ár, en samt hækkaði gjaldið með skipinu s.l. vetur.
Ég tel að almennt séu Eyjamenn á þeirri skoðun, að gjaldtaka á þessum þjóðvegi okkar eigi ekki að vera hærri en sem nemur kostnaði annara Íslendinga við að ferðast sambærilega vegalengd.
Með von um skjót svör.
Georg Eiður Arnarson
Höfundur: Georg Eiður Arnarson
Georg Eiður Arnarson, fæddur 1964, af Skjaldbreiðarætt. Foreldrar Margrét H. Júlíusdóttir og Örn W. Randrup, giftur Matthildi Maríu Tórshamar, 4 börn, 1 hundur og 2 kettir, trillu útgerðarmaður.
Áhugamaður um allt sem tengist sjávarútvegi, náttúru og atvinnumálum. Missi helst ekki af heimaleik hjá ÍBV á sumrin og er aðeins farinn að fikta við sjóstangaveiði.
I am the eggman...
22.Maí'22 | 22:55Gleðilegt sumar
17.Apríl'22 | 15:59Framboð eða ekki framboð?
2.Apríl'22 | 14:43Flokkur fólksins í Vestmannaeyjum
27.Mars'22 | 20:55Verbúðin
27.Febrúar'22 | 21:302021 gert upp
8.Janúar'22 | 22:25Gæludýraeigandinn ég
31.Desember'21 | 15:50Fátæktarskömmin
21.Desember'21 | 22:18Lundasumarið 2021
3.Október'21 | 21:59Þakkir og kosningar 2021
27.September'21 | 12:37
Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.