Í gjaldþrot vegna vandræða í Landeyjahöfn

19.Mars'16 | 18:56
herjolfu_irr

Herjólfur í Landeyjahöfn

Vandræði í Landeyjahöfn valda því að fyrirtæki í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum eru á leið í gjaldþrot. Þetta segir bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum. Mælirinn sé fullur eftir áralöng vandræði í Landeyjahöfn.

Litlar sem engar líkur eru á að Landeyjahöfn verði opin um páskana. Ekki er útlit fyrir að höfnin verði skipgeng á allra næstu dögum, höfnin er full af sandi og illa hefur gengið að dýpka. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að Vestmannaeyingar séu búnir að fá nóg eftir áralöng vandræði með höfnina.

„En á meðan ekkert er gert, þá gerist ekkert, og við erum í sömu stöðunni ár eftir ár eftir ár. Og nú hefur dropinn fyllt mælinn,“ segir Elliði.

Hvað þýðir það að dropinn fylli mælinn?

„Það þýðir einfaldlega það að við getum þetta ekki lengur. Nú eru fyrirtæki hreinlega að fara á hausinn. Það voru hér miklar fjárfestingar, til dæmis í ferðaþjónustu, á þeim forsendum að Landeyjahöfn myndi gera það sem henni var ætlað að gera. Þessar fjárfestingar hafa ekki gengið eftir vegna þess að fólk kemst ekki hingað á meðan Landeyjahöfn er lokuð. Ferðamenn vilja sigla í gegnum Landeyjahöfn. Og í viðbót við þessi beinu fjárhagslegu áhrif á fyrirtæki er beinn kostnaður ríkisins um milljón krónum meiri hvern dag sem siglt er í Þorlákshöfn miðað við hvern dag sem siglt er í Landeyjahöfn.“

 Þá segir Elliði að almenn lífsgæði Vestmannaeyinga séu verulega skert þegar ekki er hægt að sigla í Landeyjahöfn.

„Við viljum að til allra ráða sé gripið, bæði til þess að tryggja að höfnin opni sem fyrst núna, og svo það sem meira skiptir, að henni verði haldið opinni allt árið.“

Er það hægt?

„Auðvitað er það hægt. Þegar höfnin var byggð lá það ljóst fyrir að núverandi Herjólfur myndi aldrei geta nýtt höfnina allt árið og það þarf því ekki að koma neinum á óvart að hann skuli ekki geta það. Og það er tvennt sem til þarf að koma: Það þarf nýja ferju tafarlaust og það þarf að gera breytingar á höfninni sem tryggir að ný ferja geti siglt þangað,“ segir Elliði.

 

Ruv.is greindi frá.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.