Stjórnendur GRV skrifa:

Umræða um skólamál er af hinu góða

7.Mars'16 | 15:23

Það var mjög svo ánægjulegt að fletta síðasta tölublaði Frétta, 2. mars sl. Þar var að finna þó nokkrar skemmtilegar fréttir frá GRV og málefnum tengdum skólanum. En einnig var þar að finna stutta grein um úttekt sem skal fara fram á skólanum á næstu vikum.

Á fundi fræðsluráðs 17. desember 2015 var eftirfarandi bókað: „...Á seinustu misserum hefur verið ráðist í aðgerðir sem vafalaust eiga eftir að skila betri árangri í samræmdum mælingum og skólastarfi almennt. Eftir sem áður telur fræðsluráð ljóst að leita beri allra leiða til að bæta árangur GRV og að það sé óásættanlegt að nemendur í Vestmannaeyjum séu undir landsmeðaltali í samræmdum mælingum. Með það fyrir augum telur ráðið æskilegt að leita til óháðra aðila til að framkvæma faglega úttekt á starfi GRV með höfuðáherslu á að greina ástæður þess að nemendur GRV mælast að jafnaði undir landsmeðaltali í samræmdum mælingum...“

Í kjölfar þessarar bókunar höfðu stjórnendur GRV samband við Menntamálastofnun og fengu aðgang að niðurstöðum allra skóla í samræmdum prófum á árunum 2009-2015. Til að glöggva okkur enn frekar á stöðu GRV tókum við út nokkra skóla á landinu sem við teljum sambærilega okkur, einkum hvað varðar búsetu, samsetningu samfélags, nemendahópa og slíkt. Þessar upplýsingar settum við upp í súlurit og þegar við rýndum í upplýsingarnar sáum við að staða okkar er ekki algjörlega óásættanleg.

Skólastarf byggist upp á mörgum samverkandi og yfirgripsmiklum þáttum og samræmd próf eru einungis einn þáttur í þessu samspili. Við viljum gjarnan gera betur og teljum okkur hafa sýnt fram á það undanfarið með metnaðarfullu starfi okkar. Við höfum á all flestum sviðum verið að auka utanumhald og fagmennsku. Starfsmannahópurinn er samstilltur í verkefninu og við höldum ótrauð áfram í átt að gæðum.

Við veltum því fyrir okkur hvort eðlilegt sé að úttektin fari fram út frá þessum eina þætti skólastarfsins.

 

Stjórnendur í GRV

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).