Fundur fjálaganefndar á mánudaginn - úttekt:

Sammála um að frátafir verði í mánuðum - ekki vikum

á meðan höfnin er ekki löguð - þrátt fyrir nýja ferju

3.Mars'16 | 08:59

Líkt og greint hefur verið frá kallaði fjárlaganefnd eftir svörum frá fjórum mismunandi hópum er tengjast Landeyjahöfn og nýrri ferju.

Frá hópi bæjaryfirvalda í Vestmannaeyjum komu Elliði Vignisson bæjarstjóri, Páll Marvin Jónsson formaður bæjarráðs, Guðlaugur Ólafsson skipstjóri á Herjólfi og Gunnlaugur Grettisson forstöðumaður ferjusiglinga hjá Eimskip. Eyjar.net fer nú yfir það markverðasta frá þessum hluta fundarins.

Elliði benti á að bæjarstjórn hafi verið einhuga í málinu. Hann sagðist ekki hafa átt von á að við værum enn að ræða hvort smíða ætti nýja ferju árið 2016, tæpum 10 árum eftir að ráðist var í framkvæmdir í Landeyjum. Einnig benti Elliði á að geri þyrfti lagfæringar á höfninni.

Gunnlaugur Grettisson benti á mikinn kostnað sem fari í að reka núverandi ferju. Þá sagði hann að ekki væri vitað með vissu getu nýrrar ferju til siglinga í Landeyjahöfn – en þó taldi hann að ávinningurinn yrði gríðarlegur. Hann sagði breiðarfjarðarferjuna Baldur hafa gert betur en núverandi Herjólfur í siglingum til Landeyjahafnar.  Gunnlaugur telur að ekki sé hægt að lagfæra höfnina fyrr en reynsla sé komin á siglingar nýrrar ferju til Landeyjahafnar. Þá benti hann á að miklir fjármunir færu til dýpkunar í dag.

2-3 mánuði til Þorlákshafnar

Páll Marvin Jónsson tók næstur til máls, hann tók fram að einnig væri hann formaður Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja. Hann sagði að fulltrúar í ferðaþjónustunni hefðu miklar áhyggjur af stöðu mála. Þá sagði Páll að ferðamenn væru ekki tilbúnir að koma til Eyja í gegnum Þorlákshöfn. Hann telur það óðsmanns æði að bakka útúr smíði á þeirri ferju sem nú er búið að hanna. Páll Marvin sagði að hann teldi að nýja ferjan sem nánast sé jafn löng og núverandi skip - komi til með að þurfa að sigla í 2-3 mánuði á veturnar til Þorlákshafnar.  Hann sagði engan sparnað í því að bíða með nýja ferju og að samgöngurnar gangi ekki eins og staðan er í dag.

Fyrst að laga fyrst höfnina og síðan að smíða nýtt skip

Næstur tók til máls Guðlaugur Ólafsson, skipstjóri á Herjólfi sem verið hefur í áhöfn skipsins í 11 ár. Hann hefur siglt mikið í Landeyjahöfn auk þess sem hann hefur í þrígang farið í siglingaherma vegna siglinga í Landeyjahöfn. Guðlaugur taldi að rétt forgangsröðun væri að laga fyrst höfnina og síðan að smíða nýtt skip. Hann persónulega vildi helst fá stærra skip sem hentaði Eyjamönnum betur - en þá væri vandamálið að höfnin væri of lítil. Guðlaugur telur að á meðan ekkert verður gert fyrir höfnina í Landeyjum verðum við alltaf að sigla töluvert mikið til Þorlákshafnar.

Ekki hægt að bíða lengur í óvissu

Þegar nú var komið við sögu fengu nefndarmenn í fjárlaganefnd að beina spurningum til hópsins. 

Elliði var fyrstur til að svara og sagði kröfu heimamanna óbreytta. Fá nýtt skip og laga höfnina. Hann sagði þá hafa þá trú að hægt sé að laga ástandið mikið. Varðandi þá kröfu að fá óháða aðila til að taka verkið út segir bæjarstjóri að ekki sé hægt að bíða lengur í óvissu, að mönnum detti það í hug að einhver nýr aðili komi og finni patentlausn á málinu sé fjarstæðukennt. Hann minnir á að núverandi skip snúist í blíðuveðri í innsiglingunni. Hvort falli niður siglingar í 20, 30 eða 50 daga skipti ekki öllu heldur sé það öryggið sem mestu máli skipti.

Hann segir að hann hafi ráðið í vinnu skipamiðlara til að finna hentugt skip til siglinga í Landeyjahöfn en ekki hafi fundist neitt skip.   

Skipstjórarnir vita takmarkað um nýsmíði Herjólfs

Guðlaugur skipstjóri sagðist vita takmarkað um nýsmíði Herjólfs. Skipstjórarnir hafi lítið verið hafðir með í ráðum við hönnun skipsins og illa upplýstir. Hann tekur fram að hann hafi setið í þarfagreiningahóp fyrir nýja ferju.

Gunnlaugur Grettisson benti á að búnaður til að meta aðstæður væri mun betri í dag en hann var. Búið sé að setja upp radar sem gæfi betri mynd af stöðunni við Landeyjahöfn. Hann segir að ákvörðun um siglingar séu alfarið í höndum skipstjóra og ekki sé undir neinum kringumstæðum reynt að hafa áhrif á þá.

 

Svör formanns fjárlaganefndar vegna sama máls.

Grein bæjarstjóra um sama fund

 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...