HSU - Eyjum:

Auglýst eftir sérfræðing í lyflækningum

22.Febrúar'16 | 11:42

Í síðustu viku auglýsti Heilbrigðisstofnun Suðurlands eftir sérfræðingi í lyflækningum til starfa á lyflækninga- og göngudeild HSU í Vestmannaeyjum. Eyjar.net setti sig í samband við stjórnendur HSU og innti þau svara eftir hvort um breytingu væri að ræða.

„Nei, það eru engar breytingar, enginn að hætta og ekki þörf á að bæta við. Hins vegar er verið að auglýsa í fastráðna stöðu, þeir sem nú manna stöðu lyflæknis hjá HSU í Vestmannaeyjum eru lausráðnir eða verktakar. Auk göngudeildar starfrækir HSU 15 rúma legudeild og 7 rúma hjúkrunardeild." sagði Herdís Gunnarsdóttir forstjóri HSU.

Hjörtur Kristjánsson er framkvæmdastjóri lækninga við stofnunina. Hann segir að enginn fastráðinn hafi verið í þessari stöðu í töluverðan tíma og höfum við sett auglýsingar inn áður fyrir henni án þess að neinn bíti á agnið. Erfiðlega hefur gengið að manna svona stöður á landbyggðinni undanfarin ár. T.d. hefur vantað í fasta stöðu fyrir austan og á Sauðárkróki hefur enginn lyflæknir fengist í nokkur ár.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...